1 árs afmæli

1 árs afmæli

Ég fór nokkra netrúnta í leit að marglitu skrauti og fann einhyrningsblöðrur og einhyrningsskraut á möffins inn á www.pippa.is. Þessi síða er algjör snilld og mikið af flottu skrauti. Ég hef áður pantað þaðan skraut fyrir skírnina hjá Arndísi. Diskarnir og glösin voru í pastel litum, bleikt, gult og grænt, það keypti ég í Partývörum. Veitingarnir voru mjög fjölbreyttar, allt frá ostum, brauði og pestó upp í dýrindis kökur. Við vorum t.d. með heit rúllubrauð, Snickers tertu, súkkulaði möffins, afmælis köku og osta og kex. Dagurinn heppnaðist mjög vel og mín kona var alveg búin á því eftir daginn. Myndavélin var alls ekki ofnotuð þennan dag svo myndirnar eru af skornum skammti þetta skiptið. 

Einhyrningskaka – 17 Sortir

Einhyrningsskraut – Pippa.is, fæst hér

Einhyrningsblöðrur – Pippa.is, fæst hér 

Blöðrur – Partýbúðin

Diskar og glös – Partývörur

Hárskraut – Söstrene Grene


444A9A79-6DAA-40FE-A16E-E9BC0625F4D0Ávaxtaspjót 

C7230C49-F4F9-4E71-8285-E82630D69E58Dásamlega falleg kaka frá 17 Sortum

24D0F159-0CEB-4B2B-99C1-0EB2A4F3C081
3FE8D37C-5766-435E-90DD-4D21C5781149Einhyrningsskraut frá Pippa.is 

66F7E2D3-2095-4482-956C-0DF0DA1B786CAfmælisdís

858EC00B-10FE-4899-BE71-1593FAE5D113Hæst ánægð með Cheerios

A6428AE1-76A6-472F-BCF5-141D1EB6AA46

Lítil glöð einhyrningsskotta!

Þangað til næst!

Hlín Arngrímsdóttir

NÝLEGT