10 góð prófaráð

10 góð prófaráð

Göngutúr

Mikilvægt er að standa reglulega upp og hreyfa sig til þess að fá blóðflæði í líkamann. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu.

Ilmolíur

Ilmolíur eru kröftugasta form af jurtalyfjum og hafa mjög sterka virkni. Lavender olía hefur slakandi áhrif og er því mjög hentug í prófastressi. Sniðugt er að setja nokkra dropa í úðabrúsa með vatni og spreyja um herbergið. Sítrónu olía er talin hafa upplífgandi og frískandi áhrif á hugann og jafnvel jákvæð áhrif á einbeitingu.

Gott millimál

Gott er að passa sig á því að næra sig vel yfir lærdómnum. Við mælum með nokkrum hollum og góðum réttum sem er fljótlegt að útbúa eða grípa í.

  • Allos Vegan Express eru fljótlegir og bragðgóðir réttir sem eru tilbúnir á aðeins 5 mínútum.
  • Mamma Chia eru góðar og næringarríkar skvísur sem henta vel í lærdómnum. Þær innihalda omega 3 og trefjar sem halda heilsunni í jafnvægi.
  • Stúdentablanda (hnetublanda) er frábært nasl með lærdómnum frá Himneskri Hollustu.
  • Prótein balls eru ljúffengar próteinríkar hrákúlur.
  • Trek er orkustykki sem inniheldur hágæða prótein, hnetur og ávexti. Henta vel til að ná upp orkunni þegar einbeitingin fer að dofna.
  • Rebel Kitchen er bragðgóð kókosmjólk með súkkulaði- eða kaffibragði sem er frábær kostur sem millimál eða út í boostið.

Drekka nóg vatn

Gamla góða ráðið að drekka nóg vatn verður aldrei þreytt. Það getur komið í veg fyrir hausverk og slen.

Góð orka

Við mælum með að fá sér holla og góða orku ef þreytan bankar upp á í próflestrinum.

  • Berocca Boost töflurnar eru góður valkostur í stað kaffibolla. Þær eru bragðgóðar og sykurlausar freyðitöflur sem innihalda einstaka samsetningu af öllum B-vítamínunum, C- vítamíni, magnesíum og sínki. Töflurnar innihalda náttúrulegt koffín úr berjum guarana plöntunnar
  • Bai drykkirnir eru frábærir og bragðgóðir drykkir sem veita þér náttúrulega orku fyrir lærdóminn.

Góður svefn

Mikilvægt er að ná góðum svefn og hvíla sig vel í prófatörn.

Vítamín

Hægt er að fá vítamín sem hjálpa manni við að takast á við stress og álag. Rhodiola (burnirót) tilheyrir fjölskyldu plantna sem búa yfir adaptógenum og geta því hjálpað líkamanum að aðlagast streitu. Burnirótin eykur næmni taugaboðefna eins og serótóníns og dópamíns en þessi taugaboðefni eru þekkt fyrir að bæta fókus, minni, ánægjutilfinningar og létta lund.

Góður grunnur fyrir alla að taka er fjölvítamín og Omega 3.

Þæginlegur fatnaður

Gott er að koma sér vel fyrir og líða vel meðan maður situr yfir lærdómnum. Við mælum með góðum og kósý fatnaði í próflestrinum.

Dragðu úr vöðvabólgunni

Eftir langa setu og lærdóm er algengt að fá vöðvabólgu. Gott er að eiga góðar vörur til nota gegn vöðvabólgu en Deep heat vörurnar hjálpa til við að losa um vöðvaverki og spennu. Sérstaklega mælum við með þæginlegu Deep Heat Roll On sem gott er að eiga í skólatöskunni.  

Þættir

Ekki læra of lengi og passaðu þig að taka reglulega pásur. Gott er að setja einhvern skemmtilegan þátt á til þess að dreifa huganum.

Höfundur: H Talari

NÝLEGT