10 leiðir til að hreinsa líkamann – Ásdís Grasa

10 leiðir til að hreinsa líkamann – Ásdís Grasa

Þessi einkenni geta gefið til kynna að líkami þinn hafi gott af smá núllstillingu á hreinsandi fæðu til að geta sinnt almennilega viðgerðarstarfssemi og viðhaldi frumna í líkamanum. Hreinsun aðstoðar líkamann við að losa sig við úrgangsefni, eiturefni og toxísk efni s.s. skordýraeitur, gömul og notuð hormón, óæskilegar örverur úr þörmum, E-efni, litarefni, transfitusýrur, parabens, o.fl. Hreinsun gefur líkamanum tímabundna hvíld frá fæðu sem getur haft truflandi áhrif á starfssemi líkamans og dregur úr áreiti á ónæmiskerfið.

Í hreinsun erum við að efla og styðja við starfssemi hreinsilíffæra okkar eins og lifrina, þarmana, nýrun, lungun, sogæðakerfið og húð og virkjum þannig náttúrulega afeitrun með hreinsandi og uppbyggjandi fæðutegundum og jurtum.

Það getur verið gagnlegt að fara í skipulagða hreinsun t.d. 1-2x á ári og þess á milli að tileinka sér góðar venjur sem styðja við afeitrun daglega því líkaminn er stöðugt að flokka, sortera og hreinsa það sem kemur inn í kerfið okkar á degi hverjum. Hér eru nokkur ráð til að styðja við almenna hreinsun líkamans daglega:

1. Byrjaðu daginn á volgu sítrónuvatni.

Gott að bæta við eplaediki og himalaya salti.

2. Sötraðu á grænum grænmetissafa.

T.d. safa úr sellerí, agúrku, spínat, sítrónu og grænu epli.

3. Drekktu hreinsandi jurtate.

T.d. brenninettlu te, engifer te, grænu te og rauðrunnate.

4. Borðaðu hreinsandi fæðu.

Góð hreinsandi fæða er t.d. hvítlaukur og aðrir laukar, turmerik rót, steinselja og kryddjurtir, klettasalat, söl, brokkolí, grænkál, rauðrófa, sítrusávextir, súrkál, hveitigras, spírur, husk trefjar, hörfræ og chia fræ.

5. Haltu þessum í lágmarki.

Hvítt hveiti, sykur, áfengi, koffín, sætindi, gos, aukaefni.

6. Notaðu bætiefni fyrir lifrina.

Silymarin, Glutathione, Curcufresh og C vítamín.

7. Svitnaðu í gegnum hreyfingu og gufuböð.

Það að svitna er mikilvægt fyrir losun toxískra efna úr líkamanum. Hreyfðu þig kröftuglega og eða farðu reglulega í gufu til að auka úthreinsun í gegnum húðina.

8. Tileinkaðu þér að fasta í a.m.k. 12 klst daglega.

Gefðu meltingunni hvíld og virkjaðu viðgerðarferli líkamans með því að fasta í a.m.k. 12 klst á sólarhring, jafnvel í 14-16 klst ef þú treystir þér til.

9. Bættu meltinguna.

Góð melting og reglulegar hægðir er lykilatriði þegar kemur að hreinsun. Bætiefni fyrir betri meltingu eru t.d. psyllium husk trefjar, acacia trefjar, castor oil hylki, triphala jurt, aloe vera hylki, góðgerlar, magnesíum duft, L glútamín, meltingarensím. Hörfræ og chia fræ eru einnig góð fæða til að örva meltingu.

10. Dragðu úr kemískum eiturefnum í fæðu og umhverfi.

Reyndu að auka umhverfisvænar hreinlætisvörur á heimilið, skipta yfir í lífrænar snyrti- og húðvörur, kaupa lífrænar matvörur, grænmeti og ávexti sem eru laus við skordýra- og plöntueitur.

 

Ásdís verður með námskeið næstkomandi miðvikudagskvöld sem ber yfirskriftina „Nærandi hreinsun, orka & vellíðan“ og mun hún fara í gegnum það með fólki hvernig eigi að hreinsa líkamann. Hægt er að nálgast miða á miða.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT