10 mínútna heimaæfing með Önnu Eiríks

10 mínútna heimaæfing með Önnu Eiríks

Anna Eiríks setti á dögunum saman 10 mínútna æfingamyndband sem lesendur H Magasín geta unnið eftir heima í stofu.

Þessi æfingalota þjálfar þol og kjarnavöðvana en hver æfing er unnin í 45 sekúndur, hvíld í 15 sekúndur á milli. Ef þú ert í góðu stuði og vilt lengri æfingu þá mælir Anna með að rúlla 2-3x í gegnum myndbandið og ná þannig 20-30 mínútna æfingu.

Anna á sömuleiðis fullt af góðum heimaæfingum inn á www.annaeiriks.is sem hún hvetur lesendur til þess að skoða sem og að hreyfa sig vel úti líka. Hægt er að senda línu á annaeiriks@annaeiriks.is ef þig vantar ráðleggingar varðandi hvaða æfingaplan hentar þér best!

10 mínútna heimaæfinguna má finna í myndbandinu hér að neðan.

Gangi þér vel!


FRÍ BUTTLIFT ÆFING HÉR

Þjálfari og höfundur: Anna Eiríks

NÝLEGT