Selena Gomez og The Weeknd eru líklega heitasta par Hollywood um þessar mundir en þetta var í fyrsta skipti sem þau létu sjá sig saman opinberlega.
Kim Kardashian West klæddist látlausum kjól frá Vivienne Westwood en hún var dugleg að ,,snappa“ frá hátíðinni.
Kim birti meðal annars þessa mynd af Kylie Jenner að taka mynd af Kendall Jenner og A$AP Rocky en orðrómar hafa verið á sveimi undanfarið um að þau séu að hittast.
Kendall Janner klæddist kjól frá La Perla Haute Couture. Kjóllinn er gerður úr 85.000 handmáluðum kristöllum, það tók yfir 160 klukkustundir að vinna hann og 26 hönnuðir komu að gerð hans. Einn kristall var settur á í einu til að búa til fallegt litaflæði.
Gigi Hadid var í kjól frá Tommy Hilfiger.
Katy Perry var heldur skrautleg en hún klæddist hönnun frá John Galliano.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eru líka nýtt par og var þetta fyrsti viðburðurinn þeirra saman. J. Lo klæddist kjól frá Valentino.
Lily Aldridge, Victoria’s Secret engill, í hönnun frá Ralph Lauren.
Bella Hadid klæddist body-suit frá toppi til táar, bókstaflega. Alexander Wang hannaði dressið hennar.
Anna Wintour, ritstjóri Vogue, stjórnar gestalistanum en hún situr í stjórn hátíðarinnar. Anna klæddist kjól frá Chanel.
Rihanna í kjól frá Comme des Garçon en kjóllinn var hannaður af Rei Kawakubo sjálfri en eins og áður sagði var hún heiðruð á hátíðinni og hönnunin innblásin af henni.
Cara Delevingne var baneitruð í dressi frá Chanel.
Hjónin Ryan Reynolds og Blake Lively.
Zoe Kravits í Oscar de la Renta.
Pharrell Williams og Helen Lasichanh í Comme des Garçon.
Höfundur: H Talari