25 ára íslenskur fatahönnuður með línu á Cophenhagen Fashion Week

25 ára íslenskur fatahönnuður með línu á Cophenhagen Fashion Week

<h3>Segðu okkur aðeins frá þér og því sem þú ert að gera?</h3>
<p>Ég heiti Svanhvít Þóra og er 25 ára gömul. Ég útskrifaðist úr fatahönnun frá Via Design og KEA í Danmörku 2016. Ég hef búið í Danmörku síðan ég var 3 ára gömul, en hef búið eitthvað á Íslandi inn á milli. Ég bý í Vesterbro í Kaupmannahöfn og kann mjög vel við mig hér. Ég stofnaði Mai Svanhvít árið 2016 ásamt Maiken Bille sem var með mér í Via design. Það er mikil vinna sem tengist því að stofna eigið fyrirtæki og samkeppnin er mikil í þessum bransa.</p>
<p class=“oneimgbig“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Svanhvit-H-Magasin-2.JPG“ alt=“Svanhvit-H-Magasin-2″ /></p>
<p class=“twoimg lefty“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Svanhvit-H-Magasin.jpg“ alt=“Svanhvit-H-Magasin“ /></p>
<p class=“twoimg“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Svanhvit-H-Magasin-1.jpg“ alt=“Svanhvit-H-Magasin-1″ /></p>
<h3>Hvenær fékkst þú fyrst áhuga á fatahönnun?</h3>
<p>Áhuginn á fatahönnun byrjaði frekar snemma hjá mér. Ég man eftir því að þegar ég var u.þ.b 14 ára gömul var ég alltaf að teikna föt. Síðan jókst áhuginn bara eftir að ég byrjaði að vinna í fatabúðum og ég tók fatahönnun sem áfanga í menntaskóla. </p>
<h3>Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?</h3>
<p>Dagarnir mínir eru mjög fjölbreyttir og fer allt eftir því hvar við erum í ferli á framleiðslu fatalínunnar. Akkúrat núna erum við á fullu að undirbúa sýningu fyrir Copenhagen Fashion Week og þá erum við meðal annars að finna tónlist, fyrirsætur og outfit fyrir hverja og eina. Annars höfum við mikið samband við saumakonuna okkar, efnastofurnar og allt í kringum vefsíðuna okkar. Það er ekki bara verið að teikna föt allan daginn og það er gott að vinnudaginn sé svona fjölbreyttur.</p>
<p class=“oneimgbig“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Maisvanvit_2017-01-28_3766.jpg“ alt=“Maisvanvit_2017-01-28_3766″ /></p>
<h3>Þú varst starfsnemi hjá Ganni og Designers Remix, hvernig var sú reynsla?</h3>
<p>Já, það var mjög spennandi ferli. Það er mikilvægt að hafa reynslu frá fyrirtæki sem er að gera góða hluti í fatabransanum, Ganni og Designers Remix eru meðal stærstu fatamerkja í Danmörku. Þannig að ég er mjög ánægð með að hafa reynslu frá þeim. Sérstaklega að hafa reynslu frá tveimur mismunandi fyrirtækjum til að sjá muninn á því hvað þau gera til þess að ná árangri. Ég get notað þessa reynslu í ferlinu mínu með MAI SVANHVIT.</p>
<p class=“twoimg lefty“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Maisvanvit_2017-01-28_3677.jpg“ alt=“Maisvanvit_2017-01-28_3677″ /></p>
<p class=“twoimg“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Maisvanvit_2017-01-28_3150.jpg“ alt=“Maisvanvit_2017-01-28_3150″ /></p>
<h3>Segðu okkur aðeins frá merkinu þínu, MAI SVANHVIT:</h3>
<p>MAI SVANHVIT er fatamerki fyrir konur sem leggur áherslu á gæði og hönnun. Við fáum innblástur frá norrænum heimi og þá aðallega frá Íslandi og Danmörku. Silki og ull eru mest notuðu efnin okkar.</p>
<h3>Er hægt að versla föt úr línunni þinni einhverstaðar?</h3>
<p>Já, það er hægt að versla úr fyrstu línunni okkar inn á <a href=“http://www.maisvanhvit.com“>vefsíðunni okkar</a>.</p>
<p class=“oneimgbig“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0585.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0585″ /></p>
<p class=“twoimg lefty“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0558.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0558″ /></p>
<p class=“twoimg lefty“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0532.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0532″ /></p>
<p class=“oneimgbig“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0306.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0306″ /></p>
<p class=“twoimg lefty“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0363.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0363″ /></p>
<p class=“twoimg“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0619.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0619″ /></p>
<h3>Hannar þú fötin sjálf?</h3>
<p>Ég og Maiken hönnum öll fötin sjálf.</p>
<h3>Saumar þú fötin sjálf?</h3>
<p>Nei, við erum með saumastofu í Póllandi sem saumar allt fyrir okkur. </p>
<p class=“twoimg lefty“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0390.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0390″ /><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0729.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0729″ /></p>
<p class=“twoimg“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0428.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0428″ /><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/MAI+svanhvit0487.jpg“ alt=“MAI+svanhvit0487″ /></p>
<h3>Uppáhalds fatabúð/búðir?</h3>
<p>Another Nué, Storm, Stylepaste sem eru allar fínar fatabúðir í Danmörku með mismunandi merkjum. Síðan er ég mjög hrifin af Zöru, Cos og Acne Studios.</p>
<h3>Hannar þú mikið föt á þig sjálfa?</h3>
<p>Já, það er mikilvægt fyrir okkur að við hönnum föt sem við sjálfar viljum klæðast.</p>
<h3>Þú tekur þátt í Copenhagen Fashion Week, hvað ert þú að fara að gera þar?</h3>
<p>Við vorum valin til að taka þátt í tískusýningu sem er fyrir upcoming brands í Danmörku. Það er frekar stórt að vera valin í þetta en það voru bara 3 fyrirtæki valin og bara eitt sem er fatamerki fyrir konur. Síðan verðum við líka með pop-up shop þar sem verður hægt að kaupa SS18 línuna okkar.</p>
<p class=“twoimg lefty“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Maisvanhvit_2017-07-1502717.jpg“ alt=“Maisvanhvit_2017-07-1502717″ /></p>
<p class=“twoimg“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Maisvanhvit_2017-07-1502944.jpg“ alt=“Maisvanhvit_2017-07-1502944″ /></p>
<p class=“twoimg“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Maisvanhvit_2017-07-1503882.jpg“ alt=“Maisvanhvit_2017-07-1503882″ /></p>
<p class=“twoimg“><img src=“/wp-content/eplicamedia/medium/Maisvanhvit_2017-07-1502783.jpg“ alt=“Maisvanhvit_2017-07-1502783″ /></p>
<h3>Hvar sérðu þig eftir 5 ár?</h3>
<p>Vonandi gengur vel með MAI SVANHVIT og ég verð enn að vinna sem fatahönnuður að hanna mitt eigið merki. Það sem mér finnst mikilvægast í lífinu er að ég sé ánægð með það sem ég er að gera.</p>
<p align=“center“>Facebook síða MAI SVANHVIT: <a href=“https://www.facebook.com/maisvanhvit“>@maisvanhvit</a></p>
<p align=“center“><a href=“https://maisvanhvit.com“>Vefsíða og vefverslun</a></p>

NÝLEGT