5 mínútna heimaæfing með Önnu Eiríks

5 mínútna heimaæfing með Önnu Eiríks

Hér kemur 5 mínútna heimaæfing sem ég mæli með að gera 3x í viku en hún einblínir á kjarnavöðvana, kvið- og bakvöðva. Viðmið okkar ætti að vera að lágmarki 20-30 mínútur á dag í hreyfingu og geta þessar 5 mínútur verið hluti af því. Þessar æfingar er hægt að gera hvar sem er og hvenær sem er, við þurfum engin tæki eða tól því einungis er unnið með eigin líkamsþyngd.

Það skiptir svo miklu máli að huga vel að heilsunni okkar og sérstaklega á tímum sem þessum. Ég hvet ykkur til þess að vera dugleg að fara í góðan göngutúr og gera þessa stuttu en góðu heimaæfingu svo strax á eftir.

Ef þið viljið fá lengri heimaæfingar þá hvet ég ykkur til þess að skoða úrvalið á http://www.annaeiriks.is eða senda mér póst á annaeiriks@annaeiriks.is til að fá ráðleggingar eða aðstoð við valið.

Gangi ykkur vel:)

Anna Eiríks

Fyrir áhugasama þá má kaupa Nike Pro æfingabolinn sem Anna Eiríks er í hér í H Verslun.

Heimaæfing – fleiri æfingar á H Magasín

Þegar þú hefur lokið þessari heimaæfingu getur þú einnig skoðað fleiri æfingar hér á H Magasín.

NÝLEGT