Search
Close this search box.
8 ástæður til að hlaupa

8 ástæður til að hlaupa

Eitt af því besta sem þú getur gert fyrir heilsuna er að fara út að hlaupa. Þú þarft ekki að stefna á verðlaunapall, verðlaunin felast í því að þér líður betur bæði andlega og líkamlega. Regluleg hlaup hafa verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum, sykursýki, háu kólesteróli, háum blóðþrýstingi og margskonar lífsstílssjúkdómum.

Hlaup og hjartaheilsa

Hlaup eru góð fyrir hjartaheilsuna. Þótt þú hlaupir bara í tíu mínútur í dag, en nærð púlsinum samt vel upp, þá gerir það gagn. Hraðinn skiptir ekki öllu máli, það er líka gott fyrir heilsuna að hlaupa í rólegheitum. Samkvæmt rannsókn kom gerð var á hópi hlaupara og hópi sem aldrei hljóp, kom í ljós að hlauparar voru í beta formi, og með lægri hvíldarpúls, sem þýðir að það er almennt minna álag á hjartað. Það kom líka í ljós að hlauparar voru jafnframt í helmingi minni áhættu á að deyja úr hjartasjúkdómum en hinir.

Góð fyrir andlega heilsu

Hlaup eru góð fyrir andlegu heilsuna. Þegar þú hleypur myndar heilinn taugaboðefnið endorfín. Endorfín hefur marga góða kosti en er þekktast fyrir að veita vellíðan og sælutilfinningu. Það mun líka hafa áhrif á sársauka, streitu, hungur og fleira.

Að hlaupa eykur brennslu

Hlaup eru góð fyrir brennsluna. Þú brennir fleiri hitaeiningum á klukkustund með því að hlaupa 10 kílómetra á klukkustund en t.d. með því að spila tennis, hjóla eða synda.

Jákvæð áhrif á hnén

Hlaup eru ekki slæm fyrir hnén, ólíkt því sem margir halda. Rannsóknir hafa sýnt að hlauparar finna síður til í hnjám en aðrir. Regluleg hreyfing á borð við hlaup styrkir vöðvana og beinin, sem hefur þau áhrif að hnén styrkjast.

Hlaup styrkja stærstu vöðva líkamans

Ef þú ert hissa á að fá harðsperrur eða þreytuverki eftir t.d. 10 kílómetra hlaup er ástæðan sú að þegar þú hleypur þjálfar þú nokkra af stærstu vöðvum líkamans, svo sem lærvöðvana, kálfana og rassvöðvana. Hlaupin eru í raun alhliða líkamsrækt. Hlaup styrkja auk þess efri hluta líkamans. Þau styrkja m.a. magavöðvana, mittið, bakvöðvana, sem hefur góð áhrif á hrygginn.

Hægt að hlaupa hvar og hvenær sem er

Hlaup eru hreyfing sem þú getur stundað hvar og hvenær sem er.  Þú getur auðvitað skellt þér á hlaupabrettið í ræktinni, en það er ekkert mál að reima á sig hlaupaskóna og skokka um hverfið eða bara hvert sem er. Það eru margar skemmtilegar hlaupaleiðir á höfuðborgarsvæðinu sem gaman er að kanna.

Að hlaupa leiðir til aukinnar hreyfingar

Hlaup hvetja til meiri hreyfingar. Rannsóknir hafa sýnt að hlauparar eru líklegir til að stunda aðra líkamsrækt en bara hlaup, eins og t.d. hjólreiðar, sund, göngur, körfubolta eða tennis.

Viltu byrja að hlaupa en kemur þér ekki af stað? Hér eru góð ráð.

Viltu bæta þig sem hlaupari? Þessi grein fjallar um hlaupatækni.

Viltu hlaupa í núvitund? Þá er þessi grein áhugaverð.

Viltu fá innblástur? Þá er þetta viðtal við Arnar Pétursson og Þórólf Inga frábært.

NÝLEGT