8 ávextir sem þú ættir að borða reglulega

8 ávextir sem þú ættir að borða reglulega

Ávextir eru sneisafullir af vítamínum, steinefnum, trefjum og öðrum næringarefnum sem eru nauðsynleg líkama okkar. Í grunninn eru ávextir með hollari fæðu sem við getum látið ofan í okkur.

Sumir ávextir falla í þann flokk að vera einskonar „ofurfæða“. Þó svo að engin endanleg skilgreining sé til fyrir þetta tiltekna hugtak má segja sem svo að ávextir sem falla í þann flokk séu svo næringarríkir og mikilvægir heilsu okkar að þeir eiga sannarlega skilið þetta forskeyti.

Það er eflaust hægt að rökræða fram og tilbaka hvaða ávextir eiga heima á þessum lista. Enda af mörgum að taka. Við ákváðum hins vegar að slá til og velja og hér að neðan má lesa sér til um tíu meinholla ávexti.

Avókadó

Þessi einstaki ávöxtur á sannarlega skilið að vera á listanum. Avókadó er mikið notað í matargerð og ber þar helst að nefna hið fræga „avókadó toast“. Í þessum tiltekna ávexti má finna fjölmörg næringarefni; hollar fitur, trefjar, kalíum, magnesíum, fólat, C vítamín og K vítamín.

Epli

Gömlu góðu eplin hafa blessunarlega fylgt okkur Íslendingum í gegnum árin. Þau eru gjarnan tengd við fjölmörga heilsufarslega ávinninga. Til dæmis að geta dregið úr nokkrum tegundum af krabbameini, samkvæmt rannsóknum. Í grunninn veita þau líkama okkar fjölmörg andoxunarefni en eru auk þess trefjarík, rík af vítamínum og steinefnum.

Bláber

Bláber eru góð uppspretta margvíslegra B-vítamína sem líkaminn þarfnast til að breyta fæðu í orku. Þá innihalda þau einnig C- og E-vítamín og steinefni eins og sink og járn. Þau eru auk þess rík af andoxunarefnum og eru einstaklega hitaeiningasnauð. Það má því borða vel af bláberjum yfir daginn án þess að það komi niður á mittismálinu.

Plómur

Plómur (Prunus domestica) innihalda talsvert af A- og B-vítamíni ásamt kalki og járni og bæta meltingu líkamans. Ávöxturinn er einnig ríkur af andoxunarefnum sem koma í veg fyrir skaðleg áhrif af sindurefnum í líkamanum.

Tómatar

Einhver kann að setja spurningamerki við það að tómatar séu flokkaðir sem ávextir en í fræðilegum skilningi eru þeir flokkaðir sem ávextir. Flokkunin kveður á um að til ávaxta teljist allar þær jurtaafurðir sem vaxið hafa úr egglegi (ovary) frævunnar á plöntu og umlykja fræ hennar. Lycopene sem er karó­tí­n­efni og gef­ur tómöt­um rauða lit­inn er flokkað með plöntu­efn­um (phyt­onutrient) og ligg­ur holl­ustu­gildi þess í því hversu öfl­ugt andoxun­ar­efni það er.  Lycopene er sam­kvæmt rann­sókn­um eitt  öfl­ug­asta andoxun­ar­efnið en það dreg­ur úr lík­um á t.d. krabba­meini og hjarta­sjúk­dóm­um. Þar fyrir utan eru tóm­at­ar víta­mín­rík­ir og rík­ir af steinefn­um og ávaxta­sýru. 

Jarðaber

Jarðaber eru rík af andoxunarefnum eins og C vítamíni og flavonóíð. Þau eru auk þess mjög trefjarík og geta þannig hjálpað meltingunni að starfa eðlilega. Þá gætu jarðaber gagnast vel til þess að hemja blóðþrýstinginn þar sem þau eru stútfull af kalíni sem hjálpar til við að draga úr áhrifum natríums á líkamann.

Mangó

Það þarf ef til vill ekki að sannfæra marga um að borða meira af mangó enda einstaklega bragðgóður ávöxtur. Það besta við hann er þó það að hægt er að njóta bragðsins enn betur, vitandi að hann er stútfullur af næringarefnum. Í mangó má finna fjölmörg andoxunarefni, til dæmis beta karótín og trefjar, sem, eins og áður segir, geta bætt meltinguna og hjálpað þörmunum að starfa með eðlilegum hætti.

Vatnsmelóna

Í vatnsmelónu má finna efnasambönd sem geta hjálpað líkamanum við að draga úr bólgum, verja heilastarfsemi og bæta starfsemi lifrarinnar (rannsókn). Sem dæmi um næringarefni sem finna má í vatnsmelónu má nefna C og A vítamín, trefjar og fjölmörg andoxunarefni. Þá er melónan einstaklega vatnsmikil og hjálpar til við að vökva líkamann og tryggja eðlilega starfsemi hans. Að lokum ber að nefna að engin önnur fæða inniheldur jafn mikið af amínósýrunni l-sítrúllín sem eflir heilbrigði blóðrásar og hjarta.

NÝLEGT