Search
Close this search box.
Strákarnir taka þátt í Mottumars

Strákarnir taka þátt í Mottumars

Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Kjalar M. leggur þessu mikilvæga málefni lið og er kominn með brúsa í hönd.

„Einn fyrir alla, allir fyrir einn.“ Kjalar M. tónlistarmaður leggur þessu mikilvæga málefni lið og er kominn með brúsa í hönd.

Mars er mættur sem þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, en árlega greinast 892 karlmenn með krabbamein. Í dag eru 7.630 karlmenn á lífi sem greinst hafa með krabbamein.

Í Mottumars tekur félagið höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og aflar fjár fyrir mikilvægum stuðningi við karla og fjölskyldur þeirra.

Skartaðu mottunni

Einkennismerki Mottumars er yfirvaraskeggið. Mottukeppnin er hafin og lýkur 31. mars og því er ekki eftir neinu að bíða. Þátttakendur eru hvattir til að skarta mottu og skrá sig til leiks á mottumars.is. Þar geta vinir, vandamenn og landsmenn allir lagt málefninu lið með því að heita á keppendur. Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast hér.

Matti Ósvald er dyggur stuðningsmaður.
Gummi Kíró eins og við þekkjum hann leggur átakinu stoltur lið.
Þorgrímur Þráinsson lætur ekki sitt eftir liggja og er hér með sinn brúsa.


Camelbak leggur átakinu lið en 1000 krónur af hverjum seldum brúsa munu renna beint til Krabbameinsfélagsins. Hvetjum við því sem flesta til þess að skella sér á nýjan brúsa af þessu góða tilefni.


Verslaðu brúsann hér.

Einnig má nálgast brúsana á eftirtöldum sölustöðum;
H verslun
Jói Útherji
Sportbær
Garðarshólmi
Klæðakot
AIR
Músík og Sport
Fjarðarsport
Skóbúð Húsavíkur
Veiðiflugan
Útilíf
Axel Ó
Stúdíó Sport
Sportver
Fjarðarkaup
Nettó
A4
mottumars.is
World Class

Arnar Pétursson sýnir málefninu sinn stuðning með mottu og brúsa eins og honum einum er lagið. Ljósmyndir: Helgi Ómars.

Rétt eins og segir á vef félagsins; „Hver einasti maður skiptir okkur máli – því segjum við „Einn fyrir alla, allir fyrir einn”“.

Leggðu málefninu lið og nældu þér í brúsa á næsta sölustað.

NÝLEGT