Search
Close this search box.

Hamingjan að vinna við það sem ég brenn fyrir

„Fyrir mér er hamingjan að vera heilbrigð og hraust og geta hlaupið, skíðað, hjólað og hreyft mig eins og ég vil. Að eiga fjögur heilbrigð börn sem ég elska út af lífinu og dásamlegan eiginmann sem ég nýt í botn að eyða lífinu með. Að eiga fullt af frábærum vinkonum sem eru til í að gera allskonar skemmtilegt með mér. Ferðast, borða góðan mat og njóta þess að lifa lífinu og vinna við það sem ég brenn fyrir og elska að gera,“ segir Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu og eigandi www.annaeiriks.is aðspurð um hamingjuna í nýjasta tímariti H magasin.

Þeir sem fylgjast með Önnu Eiríks vita að hún brennur fyrir heilbrigði og hollan mat og má því finna mikið af skemmtilegum fróðleik og nýtsamlegum uppskriftum á heimasíðu hennar. Við fengum Önnu til að deila einni uppskrift með okkur sem gæti nýst vel með páskakaffinu, í nesti í útivistinni nú eða millimál;

„Mér finnst ótrúlega sniðugt að búa til granólastykki fyrir krakkana til að taka með sér í nesti eða ef mig langar í eitthvað smá sætt og gott án þess að vera mjög óhollt. Þessi stykki eru algjör snilld því þau sem maður kaupir út í búð geta innihaldið fullt af viðbættum sykri sem við viljum forðast. Ég hvet ykkur til að prófa.“

Innihald

2 stappaðir bananar

2 msk möndlusmjör (eða hnetusmjör) frá MUNA

2 msk Agave síróp frá MUNA

2 bollar hafrar frá MUNA

1 bolli saxað dökkt súkkulaði (hægt að nota sykurlaust)

Aðferð

Stappið bananana vel saman og bætið svo öllum hráefnunum við og blandið vel.

Setjið bökunarpappír ofan á bökunarplötu og dreifið úr blöndunni og bakið í 18-20 mínútur við 180°

Leyfið blöndunni að kólna aðeins áður en þið skerið í bita, njótið!

NÝLEGT