Góð ráð fyrir hlaup

Góð ráð fyrir hlaup

hlaup

Núna er rétti tíminn til að taka fram hlaupaskóna og spretta úr spori. Hlaup eru holl hreyfing sem þjálfa og styrkja vöðvana, auka brennslu og koma þér fljótt í gott form. Allir geta stundað hlaup og aldur er engin fyrirstaða!

Hlaup hafa marga góða kosti, sem ekki allir eru meðvitaðir um. Þau kosta ekkert, þú getur hlaupið nær hvar sem er, í hvaða veðri sem er og regluleg hlaup bæta heilsuna á svo marga vegu. Hlaup geta t.d. dregið úr áhættunni á að þú fáir ýmsa sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki tvö.

Ekki gefast upp!

Ef þú ert nýgræðingur í hlaupum skaltu ekki gefast upp þótt þú komist varla á milli ljósastaura til að byrja með. Þetta verður betra! Ef þú hefur ekki hreyft þig í langan tíma er best að fara rólega af stað og byrja á að fara í rösklega göngu nokkra daga í röð áður en þú tekur til við hlaup. Settu þér raunhæf markmið því þetta er allt spurning um þolinmæði og úthald. Prófaðu að halda dagbók yfir þau hlaup sem þú tekur, og skráðu hjá þér vegalengd og tíma því það er svo gaman að sjá árangurinn. Fáðu vin eða vinkonu með þér, það gerir hlaupin enn skemmtilegri.

Æfingaáætlun er hjálpleg fyrir hlaup

Þegar þú byrjar að hlaupa er mjög gott að búa til æfingaáætlun þar sem þú blandar saman göngu og hlaupi til skiptis. Hægt er að finna slíka æfingaáætlun á mörgum hlaupasíðum en mörgum finnst þægilegt að nota öpp á borð við RUN 5k, RUN 10k eða NikeRunClub. Þau leiða þig áfram og minna á hvenær þú átt að ganga og hvenær það er tími til að hlaupa. Oft er hálftímaæfingu skipt í lotur þar sem þú gengur í 1 mínútu og hleypir í 1 mínútu til skiptis. Með tímanum aukast hlaupin og göngurnar minnka og áður en þú veist af getur þú hlaupið nokkra kílómetra án þess að blása úr nös.

Fjölbreyttar hlaupaleiðir

Ákveddu hvaða leið þú ætlar að hlaupa og ekki er verra ef þær eru fjölbreyttar. Ekki hafa áhyggur af því þótt hlaupahraðinn sé ekki mikill til að byrja með. Hraðinn kemur með tímanum. Þú átt ekki að hlaupa svo hratt að þér finnist þú bókstaflega vera að springa heldur áttu að geta haldið uppi samræðum á hlaupum.

Hlaup og hlaupaæfing í forgang

Gott er fastsetja tíma fyrir hlaupaæfingu, t.d. þrisvar í viku, og láta hlaupin vera í forgangi. Þetta er þinn tími og nýttu hann vel. Þannig aukast líkurnar á að þú haldir áfram og náir góðum árangri. Mörgum hentar vel að skrá sig í hlaupahóp en mörg íþróttafélög eru með slíka hópa. Það er líka sniðugt að fara á hlaupanámskeið og þjálfa undir leiðsögn reyndra hlaupara. Á hverju hausti eru námskeið fyrir byrjendur og lengra komna, t.d. hjá Breiðabliki og Stjörnunni. Gleymdu ekki að teygja vel á kálfum, lærum og rassi eftir æfingar til að auka liðleika líkamans.

Góðir hlaupaskór lykilatriði

Hvað búnað varðar þarftu fyrst og fremst að eiga góða hlaupaskó til að draga úr líkum á meiðslum. Hér er sem dæmi samanburður á tveimur vinsælum hlaupaskóm frá Nike. Fáðu fagfólk til að leiðbeina þér við val á skóm. Hlaupafatnaður þarf að hafa góða öndun og hrinda frá sér vatni.

Mundu svo að þetta á að vera gaman!

Fyrir hlaupin mælum við með:

Air Zoom Pegasus 37 hlaupaskóm svo þú náir hámarksárangri.

hlaupasokkum sem koma í veg fyrir blöðrur og halda réttu hitastigi á fótunum.

hlaupapeysu með góða öndun.

Swoosh hlaupajakki hlaupajakka með endurskinsmerki svo þú sjáist,  góðri öndun til að halda á þér réttu hitastigi, og vatnsheldur svo þú blotnir ekki í rigningu.

Epic Lux hlaupabuxum sem gefa góðan stuðning og hleypa svita út.

NÝLEGT