Hversu mörg ykkar hafa horft á Esjuna, þetta fallega fjall og hugsað einn daginn langar mig að ganga þarna upp? Líklega mörg ykkar. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu erum svo heppin að hafa Esjuna fyrir augum okkar og setur hún einstaklega fallegan svip á umhverfið. Margir hafa farið upp en hugsa líklega oft að þá langi aftur og oftar. Ég er einmitt ein af þeim. Ég elska að labba Esjuna og hef seinustu ár gengið hana á hverju sumri, en myndi vilja fara oftar.


Auðvitað skiptir máli að vera vel búin og klæða sig eftir veðri, ég var heppin að veðrið var gott og léttur æfingafatnaður dugði. Markmiðið mitt um helgina var að fara upp að Steini, svona nokkuð hratt en njóta þess samt. Taka myndir, anda að mér hreina loftinu, horfa á þetta magnaða útsýni sem fjallið býður uppá, drekka úr á og leyfa útivistar perranum í mér að njóta sín í botn. Þvílík sæla að vera á fjalli.
Skórnir gerðu gæfumuninn
Þegar að toppnum er náð
Nike Vomero 14 henta öllum hlaupurum og fást í öllum helstu íþróttavöruverslunum landsins. Einnig má fá þá hér: H verslun.
Höfundur: Lilja Björk Ketils