Á Vomero 14 upp Esjuna

Á Vomero 14 upp Esjuna

Hversu mörg ykkar hafa horft á Esjuna, þetta fallega fjall og hugsað einn daginn langar mig að ganga þarna upp? Líklega mörg ykkar. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu erum svo heppin að hafa Esjuna fyrir augum okkar og setur hún einstaklega fallegan svip á umhverfið. Margir hafa farið upp en hugsa líklega oft að þá langi aftur og oftar. Ég er einmitt ein af þeim. Ég elska að labba Esjuna og hef seinustu ár gengið hana á hverju sumri, en myndi vilja fara oftar.

Um helgina átti ég einmitt leið framhjá Esjunni og svo skemmtilega vildi til að ég var í æfingafötum og hlaupaskóm, veðrið var gott og ég hafði tíma svo ég ákvað að henda mér upp. Við erum svo ótrúlega heppin að hafa fjöldann allan af fallegum gönguleiðum í og við borgina okkar og Esjan er einmitt ein af þeim, hún er líklega ein vinsælasta gönguleið landsins og einstaklega fögur. Hæsti tindur Esjunnar er 914m en það þarf ekki endilega að fara alla leið á toppinn, Esjan er falleg alla leið og auðveldlega hægt að skipta gönguleiðinni upp. Persónulega finnst mér nóg að fara upp að Steini, en það er einmitt vinsælast að ganga þangað. Steinn er undir Þverfellshorni og er gangan þangað um 6 km og hækkunin um 700m. Leiðin frá Steini og upp á topp er frekar brött og alls ekki fyrir alla að ganga hana.

Auðvitað skiptir máli að vera vel búin og klæða sig eftir veðri, ég var heppin að veðrið var gott og léttur æfingafatnaður dugði. Markmiðið mitt um helgina var að fara upp að Steini, svona nokkuð hratt en njóta þess samt. Taka myndir, anda að mér hreina loftinu, horfa á þetta magnaða útsýni sem fjallið býður uppá, drekka úr á og leyfa útivistar perranum í mér að njóta sín í botn. Þvílík sæla að vera á fjalli.

Skórnir gerðu gæfumuninn

Þar sem að ég var í Nike Vomero 14 hlaupaskónum mínum þá ákvað ég að skokka og ganga mjög rösklega. Skórnir voru frábærir, stóðu algjörlega fyrir sínu og komu mér upp að Steini á 40 mínútum með stuttum stoppum. Nike Vomero 14 eru með loftpúða undir öllum sólanum sem veitir dempun í niðurstigi og mýkt og stuðning við frástigið. Skórinn er með sterka yfirbyggingu sem gerir hann endingarbetri og með meiri stuðning við fótinn. Í hælkappanum eru sérstakir púðar sem lagast að hælnum og veita mikinn stuðning við fótinn og koma í veg fyrir hælsæri. Það hentar einstaklega vel við hlaup á fjall. Tungan er saumuð saman að hluta til þess að hún renni ekki til hliðar og erti eða pirri hlauparann. Skórinn er einnig með Flywire reimakerfi sem heldur vel utan um fótinn og sér til þess að fóturinn renni ekki til innan í skónum og fái nuddsár og blöðrur. Sólinn er útbúinn slitsterkri gúmmíblöndu sem gerir skóna endingarbetri og gúmmíð veitir meira grip. Skórinn kemur í nokkrum litum, mínir eru ljósir en ég myndi frekar mæla með dökku skónum í fjallgöngur. Skóna er hægt að skoða nánar hér:  Vomero 14 .

Þegar að toppnum er náð

Markmiðið þennan dag var að fara upp að Steini, þegar þangað er komið hellist alltaf yfir mig smá sigurvíma. Svokölluð endorfín, serótónin losun sem setur mann í hæstu hæðir. Útsýnið magnað, steinninn snertur, anda nokkrum sinnum djúpt inn um nefið og svo kemur að einum besta partinum við þetta allt saman, hlaupa aftur niður! Þarna er ég í essinu mínu og Vomero 14 stóðu sig þrusu vel á niðurleiðinni. Gripið er sólanum er gott og mikill sveigjanleiki í skónum. Auðvitað þarf að fara varlega og ferðin niður er mis brött og á köflum getur hún verið blaut en ég get auðveldlega mælt með skónum í þetta verkefni.

Nike Vomero 14 henta öllum hlaupurum og fást í öllum helstu íþróttavöruverslunum landsins. Einnig má fá þá hér: H verslun.

Höfundur: Lilja Björk Ketils

NÝLEGT