Search
Close this search box.
Á óskalistanum hjá Indíönu í nýrri vefverslun: NIKE, NOW góðgerlar og Inika Organics

Á óskalistanum hjá Indíönu í nýrri vefverslun: NIKE, NOW góðgerlar og Inika Organics

NIKE Dri-Fit hettupeysa til að hita upp í / æfa í / nota dagsdaglega

Mér finnst þessi ótrúlega töff. Stílhrein og hægt að nota yfir allt. Ég er nánast alltaf í æfingafötum þar sem ég vinn sem þjálfari og svo nota ég æfingafötin mín mikið bara dagsdaglega. Þessi peysa væri fullkomin í safnið!

Dri-Fit-Nike-peysa-svort

NIKE strákapeysa yfir æfingaföt / til að nota dagsdaglega

Ég hef séð bæði stráka og stelpur í þessari peysu en mér finnst hún mega kúl og þetta er svona peysa sem yrði klárlega mikið notuð. Góð yfir allt! Það er til fullt, fullt af flottum NIKE strákapeysum sem stelpur eru alveg jafn flottar í.

EE015B4F-50F5-49CC-ADAE-01C25A5798CB_1_big

Mest solid góðgerlarnir frá NOW Foods 

Ef ég ætti að mæla með einni týpu af góðgerlum væru það klárlega þessir! Þeir henta frábærlega til inntöku á hverjum degi til að stuðla að heilbrigði magaflóru. Ég er einmitt búin með síðasta skammt og þarf að næla mér í nýjan. 

DA17D8FD-6A61-4552-8DC7-1C4AC6BC8B87_1_big

Sunkissed sólarpúðrið frá Inika Organic

Vörurnar frá Inika eru lífrænar og ekki prufaðar á dýrum. Af vörunum frá þeim hef ég mest heyrt um þetta sólarpúður og hef séð margar mæla með því.

E7A9C5BF-F9DA-40A7-BA20-218176904D3F_1_big

NIKE Flyknit 2 æfingaskór

Þessir eru bara ótrúlega töff! Mig vantar reyndar ekki æfingaskó akkúrat núna en hefði hinsvegar ekkert á móti því að eignast þessa. Annars á ég nýju Metcon 4 og Zoom Fitness sem ég nota til skiptis.

Womens-Nike-Metcon-DSX-Flyknit-2

Það má alltaf láta sig dreyma og hver veit nema eitthvað bætist við í safnið á næstu dögum.

Indíana Nanna

NÝLEGT