Þegar kemur að því að henda í góða og orkuríka máltíð er acai skál sannarlega góður kostur. Í þessari uppskrift er notast við Acai duftið frá NOW en það inniheldur frostþurrkuð acai ber til að viðhalda næringarefnunum sem best og er tilvalið í acai skálar og smoothie.
Sniðugt er að gera næringaríkan og þykkan smoothie til að setja í skál og toppa með ávöxtum, múslí eða kókósmjöli.
- 1/3 frosin banani
- 1 b möndlumjólk frá Isola
- 1 msk möndlusmjör frá Monki
- 1 msk Acai berjaduft frá Now
- 8 stk frosin lífræn jarðarber frá COOP
- 1 msk chia fræ frá Himnesk Hollusta
- 1 skeið Plant protein complex vanilla frá Now (má sleppa)
Blandið öllu vel saman í blandara og hellið í skál, toppið með kókósmjöli og ferskum jarðaberjum.
Afhverju acai skál?
Í Brasilíu eru acai ber kölluð „beauty berry“ því þau hafa svo marga kosti sem láta þér líða vel að innan sem utan. Þessi dökkfjólubláu ber eru gríðarlega næringarrík og stútfull af vítamínum, járni og kalki. Acai ber hafa þannig kröftuga andoxunarvirkni og innihalda virk plöntuefni.
Höfundur: Ásdís Grasa
Heilsusamlegar uppskriftir á H Magasín: Skoðaðu fleiri heilsusamlegar uppskriftir hér á H Magasín.