Search
Close this search box.
Acai smoothie skál

Acai smoothie skál

Hvað sem klukkan slær – það er alltaf tími fyrir smoothie skál!
Ég er vægast sagt mikill aðdáandi smoothie skála en ég fór að prófa mig áfram í að búa til svona skálar eftir að ég sá mikið um þær á samfélagsmiðlum. Ég var komin með leið á því að búa mér til sama smoothie-inn og drekka hann með röri og datt í hug að gera frekar smoothie skál. Þar sem ég ferðast mikið erlendis er ég orðin fastagestur á mörgum veitingastöðum sem bjóða upp á smoothie skálar og hef prófað mjög margar útgáfur af þeim. Þó finnst mér langbest að búa til skálina heima og mixa hvað það sem mig langar í hverju sinni. Mér finnst best að gera smoothie-inn frekar þykkann og skreyta með ávöxtum, granóla, möndlum, kókosflögum, chiafræjum, kakónibbum og jafnvel hnetusmjöri. Ég ætla deila með ykkur uppskrift af þeirri smoothie skál sem er í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana.

Acai-skál

1 lúka frosin jarðaber
1 lúka frosinn ananas
1 frosinn banani
3 msk acai duft (hægt að nota acai purré líka)
1 bolli haframjólk eða möndlumjólk
½ tsk hunang
2 msk chiafræ sem búið er að leggja í bleyti

Ef smoothie-inn er ekki nógu þykkur er hægt að bæta við klökum eða setja meira magn af frosnum ávöxtum. 

Ofan á mæli ég með að setja fersk jarðaber, bláber, banana, kókosflögur, granóla og hnetusmjör.

Ég læt fylgja með nokkrar myndir af girnilegum smoothie-skálum sem innblástur. Það þarf enga eina uppskrift heldur er lang skemmtilegast að prófa sig áfram, bæði með innihaldið í smoothie-inum sjálfum sem og með skreytingarnar.

 Njótið vel!

Snapchat: RVKFIT 

Instagram: ingibjorgthelma 

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir

NÝLEGT