Amsterdam – Holland
Í byrjun september erum við 4 vinkonur að fara í smá stelpuferð. Okkur hefur alltaf langað til þess að fara til útlanda saman og létum við loksins verða að því í ár. Við ætlum að eyða 5 dögum í Amsterdam, njóta þess að borða góðan mat, kíkja í búðir og fleira en umfram allt að vera sama og njóta.
Enginn af okkur fjórum hefur komið til Amsterdam og verður gaman að kynnast landi og þjóð. Við erum duglegar að fá hugmyndir frá Pinterest um hvað sé merkilegt og gaman að skoða. Við erum ekkert búnar að panta eða skipuleggja hvað við ætlum að gera, heldur ætlum við að láta það ráðast og sjá hvert það leiðir okkur. Í september er veðrið milt og gott en það gæti þó orðið svolítið kalt, við höfum nú ekki áhyggjur af því, því alltaf er gott að kíkja í búðir og á kaffihús.
Nokkrir punktar sem er skemmtilegt að gera í Amsterdam
- Leigja hjól og hjóla um borgina
- Fara og skoða Anne Frank húsið (þarft að panta tíma)
- skoða I amsterdam skiltið
- Foodhallen – matartorg
Chicago – Bandaríkin
Við fjölskyldan höfum farið síðustu fjögur ár til útlanda saman þegar vetrarfríin eru í grunnskólunum og finnst mér það kærkomið frí og frábært að vera með fjölskyldunni. Háskólinn er ekki með vetrarfrí en tímasetning á þessu fríi hentar mér fínt varðandi skólan og stundatöfluna.
Við höfum verið dugleg að flakka á milli Evrópu og Bandaríkjana en í ár ætlum við til Chicago í Bandaríkjunum. Ég hafði ekki mikið heyrt um Chicago en Pinterest hefur opnað huga minn gagnvart borginni svo sannarlega. Mér finnst borgin skemmtileg og spennandi og ég hlakka til að taka fleiri myndir og skoða flotta staði. Við ætlum einnig að vera dugleg að skoða okkur í kringum Chicago en pabbi sagði að þar væru algjörar nátturuperlur. Við ætlum að kíkja á NFL leik, eða strákarnir allavegana og síðan er alltaf gaman að horfa á Körfubolta en NBA deildin og showið í kringum leikina er eitthvað sem ég mæli með að fólk prófi að upplifa. Algjör geðveiki!
Nokkrir punktar sem er skemmtilegt að gera í Chicago
- Willis Tower
- Signature room
- Leigja hjól og hjóla um Chicago
- Lincoln park zoo
- River Cruise
Auðvitað er alltaf extra skemmtilegt að fara til útlanda til þess að komast í búðir og versla sér föt, skó og snyrtivörur en einnig finnst mér mikilvægt að skoða sig um og kynnast staðnum og landinu betur. Ég ætla að vera dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með þegar ég er úti, bæði í myndum á instagram og instastory. Síðan set ég inn færslu um þessar tvær ferðir og vonandi verður upplifunin mín af þessum tveim borgum góð. Munið bara að lífið er núna.