Að læra að setja saman æfingar

Að læra að setja saman æfingar

Innblástur á samfélagsmiðlum og á netinu

Ég vista mikið af æfingamyndböndum á Instagram og þau eru langflest frá eftirfarandi aðilum:

  • @alexiaclark – setur æfingarnar sínar í Insta story á hverjum degi og er alltaf að finna upp á einhverjum skemmtilegum æfingum
  • @primal.swoledier – ketilbjöllusérfræðingur
  • @ivfitness – ótrúlega sjarmerandi kona með góðar og fjölbreyttar æfingar
  • @hannaheden_fitness – alvöru nagli og elskar HIIT þjálfun
  • @aliceliveing – hugsar mikið um rétta líkamsstöðu og að framkvæma allar æfingar rétt
  • @shona_vertue – jóga snillingur og ótrúlega fyndinn og hreinskilinn karakter
  • @kaisafit – algjör peppari og mjög dugleg að deila fjölbreyttum æfingum – hún og þjálfarinn hans Kevin Hart eru alltaf að skora á hvort annað að gera allskonar æfingar, gaman að fylgjast með því

Instagram-saved

Fara í hóptíma og læra af kennurunum

Sjálf hef ég lært ótrúlega mikið af því að prufa mismunandi hóptíma, kennara og stöðvar. Ég hef æft í Sporthúsinu, Hreyfingu og World Class. Það er svo margt í boði og maður þarf að prufa til að finna hvað hentar og hvað maður fýlar. Tímarnir eru mismunandi uppbyggðir eftir kennurum og maður getur lært heilan helling og síðan pikkað út æfingar og fléttað þeim inn í sínar eigin.

Fyrir áhugasama er ég að kenna Tabata hjá World Class Smáralind alla mánudaga og miðvikudaga kl. 17:45 híhí en annars mæli ég með að skoða tímatöfluna hjá þeim.

Einkaþjálfun, hópþjálfun eða fjarþjálfun

Þetta er vissulega meiri fjárfesting en er ekki allt í lagi að fjárfesta í sjálfum sér og heilsunni? Ég hef prufað bæði hópþjálfun og fjarþjálfun og ég tók með mér mikið þaðan. Því fylgir oft mikill agi, það er hægt að skila matardagbók og fara í mælingar. Þú munt pottþétt læra eitthvað nýtt!

Að fræða mig um mismunandi þjálfunarkerfi

Síðan snýst þetta auðvitað mikið um þekkingu og lærdóm. Ef maður vill vera góður að setja saman æfingar þarf maður að vita eitthvað um þetta allt saman, ég er alls enginn sérfræðingur en ég hef mikinn áhuga á þessu og er alltaf að reyna að læra eitthvað nýtt. Hér eru nokkur þjálfunarkerfi sem ég hvet þig til að fræða þig um:

Nike+ Training Club æfingaappið

Þetta app er ótrúlega þægilegt og þú þarft eiginlega að hala því niður ekki seinna en núna. Yfir 100 ólíkar æfingar og myndbönd af öllu og þú ert leidd/ur í gegnum alla æfinguna. Gæti ekki verið þægilegra. HIIT, mobility, jóga og margt fleira. Það er allt í boði.

NTC+-app

Síðan er annað app sem er nýtt og heitir Fitner. Ég hef ekki prufað það sjálf en það virkar þannig að einkaþjálfarar um allan heim eru með sinn aðgang og maður borgar eitthvað smá fyrir aðgang að þeirra prófíl og þar eru þeir að setja inn video af allskonar æfingum sem þeir hafa sett saman. Algjör snilld!

Insta-video-H-Mag

Insta-video-H-Mag-1

Ef þú hefur áhuga er ég dugleg að setja æfingamyndbönd á Instagram og í Insta story: indianajohanns

Indíana Nanna

NÝLEGT