Að sleppa morgunmat fyrir rækt gæti hjálpað þér að brenna meiri fitu

Að sleppa morgunmat fyrir rækt gæti hjálpað þér að brenna meiri fitu

Það að æfa á fastandi maga gæti bætt heilsufar fólks, þar með talið aukið fitubrennslu líkamans sem og hjálpað því að ná betri stjórn á blóðsykrinum, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í þessum mánuði í Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism af sérfræðingum á sviði heilsu og heilbrigðis við tvo breska háskóla.

Rannsóknin tók 6 vikur þar sem viðfangsefnin voru karlmenn í yfirvigt. Hún leiddi í ljós að þeir sem snæddu morgunverð eftir æfingu brenndu helmingi meira magni af fitu, samanborið við þá sem borðuðu fyrir æfinguna. Báðir hóparnir borðuðu  kvöldverð fyrir klukkan 20:00 kvöldið áður. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að insúlín magn í blóði var lægra hjá hópnum sem æfði á fastandi maga, samanborið við hópinn sem borðaði fyrir æfinguna.

Sérfræðingar sem stóðu fyrir rannsókninni telja að niðurstöðurnar gefi til kynna að fólk sem vill hámarka heilsufarslegan ávinning þess að æfa ættu að reyna eftir fremsta megni að gera það á morgnana, á fastandi maga. Sem dæmi má nefna að með betri stjórn á blóðsykrinum og lægra insúlín magni í blóði sé hægt að draga úr líkum á lífstílstengdum sjúkdómum á borð við sykursýki 2.

Þrátt fyrir þessar niðurstöður er eftir sem áður mikilvægt að nefna það að sumum þykir hreinlega óþægilegt að æfa á fastandi maga, árla morguns og því mikilvægt að hlusta á líkamann og fara rólega af stað í átt að slíkum breytingum á æfinga prógraminu.

Heimild: The Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism

NÝLEGT