Search
Close this search box.
Æðislegar ketó pönnukökur

Æðislegar ketó pönnukökur

Hér kemur uppskrift af æðislegum Ketó pönnukökum. Pönnukökurnar innihalda sykurlaust trejaríkt sýróp frá Good Good Brand sem passar fullkomlega við sykurlausan lífsstíl.

Innihald:

2 egg

1 teskeið lyftiduft

1 matskeið Sweet Like Syrup

3 matskeiðar kókoshveiti

3 stevíu dropar í vanillubragði frá Good Good

60 gr rjómaostur

3 teskeiðar rjómi

Aðferð:

1. Blanda öllu hráefninu vel saman

2. Hita pönnu á meðalhita og steikja pönnukökurnar í 2 mín á hvorri hlið

3. Bæta við Sweet Like Syrup og ferskum berjum og njóta!​

NÝLEGT