Höfundur: Coach Birgir
Ef þú ert á leiðinni í ræktina en ert ekki ennþá klár með æfingu dagsins þá þarftu alls ekki að leita lengra. Þessi æfing er hreinasta snilld fyrir alla sem elska að taka vel á því og sitja svo eftir í svitapolli og sæluvímu.
Æfingin er algjör “core” killer þar sem nánast allar æfingarnar sem framkvæmdar eru krefjast þess að við spennum kjarnavöðvana vel og höldum þeim svo spenntum út í gegnum alla æfinguna. Fyrir þá sem kjósa cardio og brennslu fram yfir styrk, er um að gera að stilla þyngdum í hóf og keyra æfinguna í gegn eins hratt og mögulegt er, en þeir sem sækjast frekar eftir góðum styrk fara í gegnum æfinguna með eins þungum ketilbjöllum og þeir treysta sér til og gera allar “bodyweight” æfingarnar rólega og “konsentrerað”.
Munum að hlusta á líkamann og velja álag við hæfi þannig geta hreinlega ALLIR fengið nákvæmlega það sem þeir óska sér út úr þessari æfingu dagsins og vonum við innilega að þú eigir eftir að prófa og njóta í botn.
Annars vonum við að dagurinn eigi eftir að dekra við þig á allan máta og þá sérstaklega að æfingu lokinni!
Sumar- og sælukveðjur héðan frá okkur í Köben.
Biggi og Linda
ÆFING DAGSINS:
Upphitunarsettið sem við gerum í 1-2 umferðir:
200-400m hlaup
15 hnébeygjur
10 armbeygjur
10 axlaflug
15 Teygja í tær kviðkreppur
Sett 1 í 2-3 umferðir:
10 KB Plank Drag
10 KB Axlapressur (5 hægri+5 vinstri)
20 KB Russian Twist
Milliverkefni: 100-150 sipp
Sett 2 í 2-3 umferðir:
10 Down Ups Kassahopp
10 KB einnar handar Snatch (5+5)
20 Öfugar kviðkreppur
Milliverkefni: Suicide sprettur með 20m/40m/60m/80m/100m sprett vegalengdum eða 5 x 50m sprettir með engri hvíld á milli
Sett 3 í 2-3 umferðir:
10 armbeygjur á KB (5+5)
10 Afturstig með KB yfir höfuð (5+5)
20 Kross Mountain Climbers
Milliverkefni: 200m ganga með KB yfir höfuð/ KB single arm Overhead Walk (100m hægri/100m vinstri)
Sett 4 í 2-3 umferðir:
10 Burpees yfir KB
10 KB róður í plankastöðu (í halla ef vill)
20 1/2 V Ups
Hér að neðan má sjá myndband af æfingunum
Hér má finna fleiri áhugaverða pistla eftir Bigga og Lindu hjá Coach Birgi
í H Verslun má finna mikið úrval af æfinga- og útivistarfatnaði á alla fjölskylduna, ásamt sundfatnaði frá Speedo, vítamínum og ýmsu öðru fyrir alla á heimilinu.