Search
Close this search box.
Æfinga öpp

Æfinga öpp

Hver kannast ekki við að hafa ekki hugmynd um hvað eigi að gera í ræktinni eða hvers konar æfingar? Flest erum við þó með símann á okkur og því er ótrúlega þægilegt að vera við öllu viðbúinn með því að vera með nokkur æfingaöpp (snjallsímasmáforrit) í símanum sem eru hvetjandi og gefa okkur hugmyndir af æfingum. Það eru til óragrynni af æfingaöppum og hef ég oft náð í öpp en eytt þeim svo út eftir einhvern tíma. Það eru þó fjögur öpp sem haldast alltaf inni hjá mér sem mér finnst þægilegt að hafa við hendina þegar mig vantar hugmyndir eða langar að prófa eitthvað nýtt. Þessi öpp eiga það sameiginlegt að setja upp æfingar en eru þó öll ólík innbyrðis með mismunandi áherslur og uppsetningu. Ég mæli með að þið prófið!

Lfconnect2

LFconnect er app frá Life Fitness sem er framleiðandi upphitunartækjanna (cardio) í World Class stöðvunum, Átak Heilsurækt á Akureyri og fleiri stöðvum um land allt. Ef ræktin þín er með Life Fitness tæki þá er þetta app eitthvað sem þú þarft að næla þér í! Þarna getið þið búið til ykkar aðgang sem tengist síðan við tækin í ræktinni. Þarna sést yfirlit yfir æfingar, hægt er að hanna eigin æfingar, endurtaka fyrri æfingar, tengja appið við önnur heilsuöpp í símanum og margt fleira. Það er bæði hvetjandi og skemmtilegt að fylgjast með æfingunum sínum og framförum! Appið er ókeypis.

Sjá meira hér.

Ntc

Nike+ Training Club er app frá Nike þar sem boðið er uppá persónulega þjálfun í gegnum símann með æfingum frá Nike Master þjálfurum og íþróttafólki. Hægt er að velja um lengd og erfiðleika æfingarinnar hverju sinni, hversu mikla þjálfun og hvaða tækjabúnað (ef einhvern) maður hyggst nota. Það er hægt að gera bara eina æfingu í einu eða ná í plan til lengri tíma. Þegar maður býr til aðgang í Nike+ Training Club er einnig hægt að tengjast vinum sínum og skora á hvor aðra, fylgjast með félugunum og nota það sem jákvæða hvatningu! Appið er ókeypis.

Sjá meira hér.

Nike+ Run Club er einnig frá Nike og virkar á svipaðan hátt og Nike+ Training Club nema hér eru hlaupaæfingar og hlaupaplön. Ég skrifaði einmitt um hlaup og Nike+ Run Club hér.Appið er ókeypis.

Sjá meira hér.

Sweat

Sweat with Kayla ættu flestir sem fylgja Kayla Itsines (@kayla_itsines) á instagram að þekkja. Kayla er einkaþjálfari sem byggir 12 vikna æfingarprógram upp á 28 mínútna æfingum sem eru ýmist styrktar-, þol- eða teygjuæfingar. Prógraminu fylgir einnig næringarráðgjöf og matarplan fyrir þessar 12 vikur. Það ættu allir að geta gert æfingarnar (nánast) hvar sem er og fer erfiðleikastigið hækkandi eftir því sem líður á. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og það er hvetjandi að klára vikurnar tólf.

Appið er ókeypis – boðið er uppá fría prufuviku af æfingarplaninu en eftir það kostar áskriftin.

Sjá meira hér.

Höfundur: Birgitta Líf 

NÝLEGT