Search
Close this search box.
Æfingar á ferðalögum

Æfingar á ferðalögum

 

Ég passa alltaf að hafa í ferðatöskunni hlaupaskó og æfingaföt. Ég nýti ræktina á hótelinu og umhverfið í kring til þess að breyta til, taka fjölbreyttar æfingar í nýju umhverfi sem gerir æfinguna alltaf mun skemmtilegri og krefjandi. Flest hótel í dag bjóða upp á líkamsræktar aðstöðu og eru þær misjafnar en alltaf er hægt að gera stuttan æfingahring og nota þau tæki sem boðið er uppá. Í öllum mínum stoppum í sumar passaði ég að reyna halda minni æfinga rútínu eins og ég best gat, skrifaði niður æfingu, gerði það besta úr aðstöðunni og komu þær æfingar alltaf skemmtilega út því fjölbreytni og nýtt umhverfi er frábært fyrir okkur öll. Flest viljum við fjölbreytni í æfingarútínunni ekki satt?

Til þess að halda orkunni fyrir morgunæfingu eða eftir æfingu á hóteli er mikilvægt að hafa nesti með sér uppá herbergi. Ég tók alltaf gluteinlausa hafra með mér sem mér finnst nauðsynlegt að hafa, heitt vatn og ávexti ef þeir voru í boði. Laktósafrí Hleðsla hefur einnig verið góð með hafragratunum og Chia skvísur sem fást í flest öllum búðum er einnig góður kostur.

Búum ekki til afsakanir, gerum það besta og skemmtilegasta úr aðstæðum og umhverfi okkar. Tökum íþróttaföt og skó með í frí / vinnuferðir!

Unnamed-27

Langar til að deila með ykkur æfingum sem þið gætuð gert hvar sem er hvenar sem er, með lóð eða eigin líkamsþyngd 

Upphitun 20 mín ef tæki eru í sal. Skipt niður þessum 20 mín á 2-3 brennslutæki, auka hraða og ákefð á 2 mín fresti á hverju tæki. Ef æfingartæki eru ekki í boði, fara út finna sér göngustíg, brekku eða lítinn hring. Stilla símann á 10-15 mín. Jafnvel hlaupa stigann á hótelinu nokkrar ferðir þar til þið eruð orðin heit.

Æfingarhringur 1  með 4 æfingum.
30 – 20 – 10 endurtekningar
– Hnébeygjur með eða án lóða
– Fótalyftur (magaæfing) fætur síga í gólf og aftur upp, lyfta höfði og horfa niður eftir líkamanum.
– Hip Thrust (liggja á baki, hæla eins nálægt rass og mögulegt er, spenna rass og kvið, kreista upp halda í 2 sek og rólega niður) með eða án lóða á mjöðmum
Klára 30 endurtekningar á öllum æfingu fara svo í 20 og lokinn 10 endurtekningar.

Æfingahringur 2 Tími settur á 10 mín.
Reynið að ná eins mörgum hringjum á þessum tíma án þess að stoppa.
– Armbeygjustaða niður í planka á tám (skipta um hendi til skiptis) spenna rass, kvið og læri! 8 endurtekningar (4x á hendi)
– Mountain Climbers (armbeygjustaða, hné í átt að gagnstæðum olnboga val um hægt eða hratt) 20 endurtekningar
– Kviðkreppur með beinar fætur í gólfi (kreista vel upp og rólega niður, halda spennu í kviðnum allan tímann) 10 endurtekningar
– Framstig með eða án lóða (bakið beint, hné eins nálægt gólfi og liðleiki leyfir, spenntur kviður) 10 endurtekningar (5x á fót)
– Froskar með hoppi (hoppa með fætur aftur í armbeygjustöðu og hoppa til baka með hendur fyrir ofan höfuð, nota sprengikraftinn og hoppa vel upp) 8 endurtekningar

Planka hringur 2 umferðir (val um á tám eða hnjám)
– 30 sek í miðju, olnbogar undir öxlum, allur líkami spenntur, hálsinn beinn
– 20 sek á hvorri hlið hægri/vinstri, passa að missa ekki rass og mjaðmir niður
– 30 sek í miðju
– 20 sek hvor hlið hægri/vinstri
PÁSA
– Aftur sami hringur

Hættum afsökunum, setjum æfingar og góða vellíðan inn í rútínu dagsins! 

Karitas Óskars

NÝLEGT