5 æfingar með teygju sem styrkja rass og læri

5 æfingar með teygju sem styrkja rass og læri

Æfingateygjur eru frábærar fyrir þá sem vilja geta æft heima við eða í raun bara hvar sem er. Það eru margir góðir kostir sem fylgja því að notast við æfingateygjur, umfram auðvitað þægindin, öryggið og árangurinn sem hlýst við að notast við slíkar teygjur.

Sem dæmi er hægt að nota teygjurnar til þess að þjálfa öll svæði líkamans með mismunandi æfingum. Þá er eðli teygjunnar þannig að þeim mun stífari sem þær eru, þeim mun meira átak. Þannig er hægt að velja teygjur sem henta styrkleika hvers og eins og síðar hægt að breyta um og skipta út, allt eftir eðli æfinganna og vöðvastyrk viðkomandi.

Hér að neðan má finna 6 góðar æfingar sem hægt er að framkvæma heima með teygjunni einni saman.

Endurtekningar: Taktu hverja æfingu í 45 sekúndur. Hvíldu í 15 sekúndur og byrjaðu svo á næstu æfingu. Taktu 2-4 hringi af öllum fimm æfingunum.

Vantar þig teygju? Í H Verslun, sem dæmi, má finna góðar æfingateygjur frá Nike. Skoðaðu úrvalið hér.

Æfing 1. – Hnébeygja

Gættu þess að standa þétt í báða fætur og halda hælum í gólfi allan tímann. Stilltu þér rólega inn í stöðuna, ca axlabreidd á milli fóta og horfðu beint fram eða örlítið niður á við. Haltu stöðugri virkni í rassvöðvum og passaðu að setja ekki allt álag framan á læri. Spenna rassinn á leiðinni upp. Passaðu að hné leiti ekki inn á við. Tærnar mega vísa fram þegar við förum ekki niður fyrir 90° annars er betra að láta tær visa örlítið út á við. Andaðu djúpt að þér á leiðinni niður og blástu frá í uppréttri stöðu.


Æfing 2.

Standa þétt í báðar fætur, koma niður í hnébeygju með góða virkni í rassvöðvum. Halda stöðunni og stíga hægri og vinstri út til hliðar sitt á hvað. Passa að hné detti ekki inn á við.


Æfing 3.

Standa þétt í stöðu fót, halda hæl í gólfi í gegnum æfingu. Grunn hnébeygja á stöðu fæti, stíga hinum aftur og að. Halda spennu í rassvöðvum allan tímann. Stýra æfingu vel í báðar áttir. Gera eins á hægri og vinstri


Æfing 4.

Grunn hnébeygja á stöðu fæti, standa þétt í fótinn. Sparka hinum aftur og draga að. Halda spennu í rassvöðvum allan tímann varast að sveifla fætinum.


Æfing 5.

Gættu þess að standa þétt í báða fætur og halda hælum í gólfi allan tímann. Stilltu þér rólega inn í stöðuna, ca axlabreidd á milli fóta og horfðu beint fram eða örlítið niður á við. Haltu stöðugri virkni í rassvöðvum og passaðu að setja ekki allt álag framan á læri. Spenna rassinn á leiðinni upp. Passaðu að hné leiti ekki inn á við. Tærnar mega vísa fram þegar við förum ekki niður fyrir 90° annars er betra að láta tær visa örlítið út á við. Andaðu djúpt að þér á leiðinni niður og blástu frá í uppréttri stöðu. Dúa 2-3 í neðri stöðu.


Höfundur: Lilja Björk Ketilsdóttir

Hóptíma þjálfari í Hreyfingu

NÝLEGT