Æfingarútína og æfingafatnaður

Æfingarútína og æfingafatnaður

 Þegar ég varð eldri, eða komst upp í meistaraflokk þá fór fótboltinn að snúast einnig um hlaup- og styrktaræfingar. Þetta var skemmtileg tilbreyting og áttaði ég mig fljótlega á því að ég hafði gaman af því að fara í ræktinna eða hlaupa á brettinu. Ég fer út í höll í fótbolta 4x í viku með stelpunum og fer síðan 3-4x í ræktina til viðbótar. Ég er 2x í viku í einkaþjálfun hjá frábærum þjálfara sem leggur miklar áherslur á styrk hjá fótboltakrökkum.

IMG_5485

Einföld æfinga vika hjá mér lítur nokkurn vegin svona út: 

Mánudagur:

 Styrktaræfing kl. 07:00 (einkaþjálfun) & fótboltaæfing 17:00 

Þriðjudagur: 

fótboltaæfing 18:30 

Miðvikudagur: 

Styktaræfing 07:00 (einkaþjálfun) 

Fimmtudagur: 

Fótboltaæfing 18:30 

Föstudagur: 

Styktaræfing 16:30 

Laugardagur: 

Fótboltaæfing 10:00 eða leikur. Ef það er frí þá fer ég sjálf í ræktina. 

Sunnudagur: 

Hvíldardagur!

Aldisx1

 

Eitt af því sem mér finnst lang skemmtilegast að gera er að kaupa mér ný ræktarföt. Það er rosaleg hvatning til þess að fara í ræktina, borða hollari mat osfrv. Uppáhalds íþróttamerkið mitt er Nike, ég á bara Nike íþróttafatnað enda eru vörurnar frá þeim frábærar og endast rosalega lengi. Ég hef örugglega talað um nokkrar af þessum vörum áður en ég sýndi einmitt frá mínum uppáhalds á Instagram-Story fyrir jól til þess að gefa fólki nokkrar hugmyndir til að gefa skvísum í jólagjöf. Ég ætla að segja ykkur frá mínum uppáhalds. Allar vörurnar fást inn á Hverslun.is og einnig í búðinni þeirra á Lynghálsi 13

* Þessi færsla er unnin í samstarfi við NIKE *

Buxur

Fatnadur17

Það eru tvær íþróttabuxur í miklu uppáhaldi hjá mér, Nike Power Legendary og Nike Power Hyper. Ég æfði lengi í Legendary buxunum en sá síðan að hún yndislega Jórunn var að mæla með nýjum buxum frá Nike sem eru með litlum vasa á hliðinni. Ég skoðaði þær nokkru sinnum og var ekki alveg að fýla efnið í þeim. Ég gaf síðan mömmu svona buxur í afmælisgjöf og þá var ekki aftur snúið, ég keypti mér buxurnar! Í Legendary buxunum tek ég S en þær í H Verslun mældu með því að ég myndi taka XS í Hyper og það svínvirkaði. Þær haggast ekki á æfingu og eru mjög þægilegar. Kosta alls ekki mikið og ég mæli 100% með báðum þessum æfingabuxum. 

Fyrri myndirnar: Hyper buxurnar 

Seinni myndirnar: Legendary buxurnar

Fatnadur2

Fatnadur20

Fatnadur14

Fatnadur16

Bolir

Fatnadur18

Vinsælu Nike Pro Cool Tank bolirnir klikka að sjálfsögðu ekki. Þeir eru flottir og þægilegir á æfingum. Svo er líka mjög gaman að safna litum. Ég tek mína boli í S.

Fatnadur10

Fatnadur8

  Nike Pro Cool Long Sleeve langerma bolirnir eru einnig mjög þægilegir. Ég á einn í svörtu og nota hann mikið. Hann er þröngur og heldur vel við, mjög góður á lyftingaæfingar til dæmis. 

Fatnadur13

Um daginn sá ég mjög flottan íþróttabol hjá Birgittu Líf í RVKfit á snappinu þeirra. Fölbleikur langermabolur og smá víður. Ég féll alveg fyrir honum og keypti hann um daginn. Einn sá besti sem ég hef prófað.

Fatnadur6

Peysur

Fatnadur19

Klassísku hálfrenndu æfingapeysurnar frá Nike klikka sjaldan. Mjög þægilegar til að henda yfir bolinn eða fara í henni einni og sér á æfingu. Ég nota mínar peysur mikið, bæði á æfingum, fótboltaæfingum og í þjálfun. 

Fatnadur4

Fatnadur3

Skór

Ég æfi í nýju metcon4 skónum sem ég talaði um í síðasta blogginu mínu þegar ég sagði ykkur frá Rvkfit Eventinu. Stelpurnar í H Verslun eru mjög duglegar að hjálpa þér að velja íþróttaskó eftir því hvernig æfingar þú ert að stunda. Ég mæli hiklaust með að kíkja á þær og fá faglega aðstoð varðandi skóbúnað því hann er mjög mikilvægur. 

Sunaldis7

Aukahlutir

Uppáhalds æfingasokkarnir . Þeir eru mjög þægilegir og ekkert betra en að æfa í hælasokkum. Stór plús á þessa sokka er að þeir eru með ákveðnu gúmmíi á hælnum sem gerir það að verkum að þeir eiga ekki að renna. Það svínvirkar, ég lofa. 

Screen-Shot-2018-03-02-at-12.46.56

Takk fyrir að lesa, endilega haldið áfram að fylgjast með mér á instagram!

Aldís Ylfa

NÝLEGT