Æfingaskór eða hlaupaskór?

Æfingaskór eða hlaupaskór?

Hvernig skó er best að velja sér – æfingaskór eða hlaupaskór?

Flestir sem vilja æfa og stunda hreyfingu þurfa góðan skóbúnað. Þá er farið af stað í næstu íþróttabúð og keyptir íþróttaskór. En hvernig skó er best að fá sér? æfingaskór eða hlaupaskór?

Best er að velta fyrir sér hvernig er maður að fara að æfa og hreyfa sig. Er ég að fara að hlaupa 20-40 km í viku? Er ég að fara í líkamsræktina í tækjasalinn tvisvar í viku? Er ég að fara í Crossfit? Þegar þú hefur fengið svör við þessum spurningum þá er hægt að fara af stað og finna skó við hæfi.

HLAUPASKÓR

Hlaupaskór eru eins og nafnið gefur til kynna hannaðir fyrir hlaup og sömu endurteknu hreyfinguna skref fyrir skref beint áfram. Hlaupaskór eru með dempun í sólanum annað hvort undir hæl, tábergi eða bæði. Nike hlaupaskórnir er bæði með loftpúða dempun (Zoom Air) og gúmmí dempun (REACT). Dempunin virkar á þann hátt að hún tekur á móti líkamanum í niðurstiginu í hverju skrefi og dempar höggið sem myndast við hvert niðurstig og minnkar því álag á líkamann og liði. Eins þjónar dempunin líka tilgangi við frástig frá jörðinni með því að ýta á eftir fætinum. Dempunarefnið þrýstist saman við niðurstigið og við það myndast kraftur sem hjálpar til við frástigið .

Yfirbyggingin á hlaupaskóm er sérstaklega hönnuð með það að markmiði að þeir andi vel og þrýsti ekki á viðkvæm svæði á fætinum. Góð öndun í skónum gerir það að verkum að fóturinn helst þurr og minnka því líkur á nuddi og blöðrumyndun. Flest allir hlaupaskór frá Nike eru einni með saumlausri yfirbyggingu sem minnkar ertingu og óþægindi sem gætu myndast í lengri hlaupum. Það er alls ekki gott að nota hlaupaskó í eitthvað annað en hlaup. Hlaupaskór eru ekki hannaðir fyrir lyftingar með þungum lóðum þar sem sólinn er hár og mjúkur og því mjög óstöðugur þegar kemur að lyftingum sem krefjast stöðuleika. Einnig er yfirbyggingin ekki sterk og þolir illa álag sem getur myndast við annarsskonar æfingar eins og burpees eða álíka æfingar.

Skoða hlaupaskó fyrir karla – H Verslun

Skoða hlaupaskó fyrir konur – H Verslun

ÆFINGASKÓR

Æfingaskór eru hannaðir fyrir allar alhliða æfingar. Svo sem hopp, hliðar hreyfingar, stutta spretti svo eitthvað sé nefnt. Skórnir eru hannaðir með það markmið að þú getir hreyft þið í allar áttir fram og tilbaka, til hliðar og upp og niður. Æfingaskór eru einnig með mun þynnri og flatari sóla en hlaupaskór og eru því miklu stöðugari þegar kemur að öllum lyftingum og öðrum æfingum sem þarfnast stöðuleika. Æfingaskór eru einnig með mun sterkari yfirbyggingu en hlaupaskór og þola því mun betur aukið álag sem getur myndast við margvíslegar æfingar. Æfingaskórnir frá Nike eru bæði með og án dempun, veltur svolítið á hvers eðlis skórnir eru.

Það er mjög mikilvægt að velja sér skó sem henta því sem hver og einn er að gera. Ef einstaklingur er meira að hlaupa þá er betra að velja hlaupaskó. Ef einstaklingur er meira í almennum æfingum, bootcamp, crossfit, þrektímar eða í tækjasal þá eru æfingaskór rétta valið.

Skoða æfingaskó fyrir karla – H Verslun

Skoða æfingaskó fyrir konur – H Verslun

Höfundur: Hlynur Valsson, vörumerkjastjóri

NÝLEGT