Af hverju ættir þú að vera í hlaupasokkum?

Af hverju ættir þú að vera í hlaupasokkum?

Hlaupasokkar

  • eru úr Dri-Fit öndunarefni sem hleypir svitanum frá húðinni og heldur fótunum þurrum.
  • eru þunnir yfir ristina og tábergið til að auka öndun frá fæti.
  • eru þykkir undir hæl og tábergi til að veita meiri dempun og þægindi við niðurstigið.
  • eru styrktir á álagspunktum til að minnka slit.
  • eru úr mjúku teygjuefni sem leggst vel að fætinum og minnkar líkurnar á nuddsárum, blöðrumyndun og hælsæri.
  • eru með sérstökum styrkingum yfir ristina og ökklann til að veita meiri stuðning við fótinn.

Til að öndunartæknin í hlaupaskónum virki er mikilvægt að vera í vönduðum hlaupasokkum sem anda, bómull er bannvara.

NÝLEGT