Hæ elsku H Magasín lesendur – í dag langaði mig að deila með ykkur skemmtilegum punktum um Good Good sulturnar sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær innihalda einungis náttúruleg sætuefni og mun lægri í hitaeiningum og sykri heldur en venjulegar sultur. Það getur verið ruglandi að lesa á vörur og sjá „no added sugars“ eða „enginn viðbættur sykur“. Mikilvægt er að skoða aftan á vöruna til að sjá innihaldslýsinguna og skoða þar sykurmagn og hver eru helstu innihaldsefnin.


Þau hráefni sem birtast fyrst í innihaldslýsingunni eru hlutfallslega með mesta innihaldið í vörunni.
Eins og sést hér á jarðaberja Good Good sultunni er jarðaber fyrsta innihaldið (58%). Einnig það sem er áhugavert að skoða er að sultan inniheldur einungis 22 hitaeiningar á hver 100 gr og aðeins 3,9 gr sykur.


Til samanburðar ákvað ég að skoða aftan á St. Dalfour jarðaberjasultu. Rakst ég strax auga á að hún inniheldur minna magn af jarðaberjum (51%) og mun meiri sykur, eða þá 51 gr í hverjum 100 gr. Að auki munar talsverðu í hitaeiningamagni og inniheldur þessi sulta 214 hitaeiningar í 100 gr. Ástæðan fyrir því er að sultan inniheldur mikið magn af frúktósa sem er í raun mjög líkt hvítum sykri.
*Good Good vörurnar fást í öllum helstu matvöruverslunum
Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst <3
Höfundur: Hildur Sif