Search
Close this search box.
Áhugaverðir Íslendingar – Magdalena Sara Leifsdóttir

Áhugaverðir Íslendingar – Magdalena Sara Leifsdóttir

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.39.05

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.37.10

Hvað hefur þú unnið lengi sem fyrirsæta og hvernig byrjaði ferillinn?

Ég hef unnið sem fyrirsæta í fullu starfi frá því ég útskrifaðist úr menntaskóla fyrir einu og hálfu ári síðan en fram að því starfaði ég sem fyrirsæta erlendis á sumrin eftir að hafa unnið Elite model look keppnina á Íslandi 2011.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera í model bransanum?

Það skemmtilegasta við að vinna sem fyrirsæta eru ferðalögin. Ég fæ að ferðast til allra þessara landa og staða sem ég annars væri alls ekkert endilega búin að koma til. Myndatökurnar fara oft fram á stöðum sem eru alls ekki týpiskir túristastaðir og meira svona local sem getur verið mjög áhugavert og skemmtilegt. Líka að fá að hitta og kynnast fólki alls staðar að sem er með mismunandi bakgrunn og reynslu. Teymi í kringum eina myndatöku getur verið allt upp í 15 manns.

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.40.08

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.39.56

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera utan vinnu?

Það er auðvitað alltaf gaman að hitta vini og þá sem eru í sama landi og þú á sama tíma. En svo er hreyfing mjög mikilvæg fyrir mig þannig ég reyni að æfa á hverjum degi, hvort sem að það er hlaup, yoga eða pilates. Svo finnst mér ekkert leiðinlegt að versla.

Hver eru þín uppáhalds fatamerki?

Ég versla mest í Zara, & Other Stories og Topshop en svo má segja að ég sé gluggaperri hjá Gucci…..

Hvað er uppáhalds maturinn þinn?

Fyrir þá sem kalla nammi ekki mat (er algjör nammigrís) þá myndi ég segja mömmumatur. Þar sem að ég ferðast mikið ein þá er það það besta sem ég fæ, heimaeldaður matur.

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.39.30

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.37.35

Nýlega varstu model fyrir KITH á runway, segðu mér aðeins frá því, hvernig er að fá að taka þátt í svona stórum verkefnum eins og að labba á New York Fashion Week?

Það er bara ótrúlega gaman, þetta er fyrsta Fashion Week sem ég tek þátt í þannig þetta var algjör upplifun en á sama tíma mjög krefjandi. Langir dagar og mikil hlaup milli staða, casting, fitting og rehearsals. Kith sýningin var mjög skemmtileg og okkur var skipt niður í nokkra hópa og ég var í Nike hlutanum. Stemmingin baksviðs var bara mjög chilluð og þægileg.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir svoleiðis verkefni?

Það er mikilvægast að fá góðan svefn!

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.38.48

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.56.29

Hver er þín uppáhalds myndataka eða ljósmyndir af þér?

Það breytist voða hratt hvaða mynd er í uppáhaldi en núna eru uppáhalds myndirnar mínar úr editorial þætti fyrir september issue Marie Claire Hong Kong. Svo þykir mér alltaf voða vænt um editorial þáttinn sem birtist í franska Elle fyrir einhverju síðan.

Screen-Shot-2017-10-04-at-18.38.03

Hver eru þín næstu skref?

Ég verð í verkefnum í Evrópu á næstu vikum og kem líklega aftur til New York í nóvember og verð fram að jólum. Annars breytist þetta hratt þar sem verkefnin eru oft last minute og erfitt að gera langtímaplön í þessu starfi.

Þið getið fylgst með Magdalenu á Instagram – magdalenaleifsdottir

Katrín Kristinsdóttir

NÝLEGT