Ég er uppalin á Akranesi og kláraði bæði grunnskólann og framhaldsskólann þar en er á leiðinni í Tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ í haust. Ég hef alltaf verið mikill íþróttamanneskja og æfði fótbolta og fimleika mjög lengi en eins og staðan er í dag, þá æfi ég ennþá fótbolta og spila með meistaraflokki kvenna hjá ÍA.
Þetta verður mikið gaman og mikið fjör að fá að blogga reglulega fyrir ykkur hér á H Magasín um það sem mér finnst skemmtilegt og vona að ykkur muni líka vel við það. Ég hlakka til að deila lífi mínu með ykkur kæru lesendur.
Ykkur er velkomið fylgja mér ef þið viljið: