Search
Close this search box.
,,Allt leyfilegt í hófi“

,,Allt leyfilegt í hófi“

María Gomez matarbloggari hefur löngum vakið athygli fyrir listir sínar í eldhúsinu. Ásamt því að reka heimasíðuna paz.is rekur hún einnig stórt heimili og því að mörgu að huga í amstri dagsins og spilar matur þar stórt hlutverk. María er jafnframt uppskriftar hönnuður og talsmaður muna.is.

“Þegar ég opnaði bloggið fyrst fyrir akkúrat fjórum árum síðan var aðal áherslan hjá mér á að gefa góð ráð í framkvæmdum og sýna hvernig hægt væri að flippa húsi án þess að það kostaði of mikið, var meira í áttina að lífsstílsbloggi þar sem ég var líka með uppskrift og annan fróðleik,”

segir María aðspurð um tilkomu bloggsin. Uppskriftirnar fengu fljótt meiri athygli á blogginu og fann María sömuleiðis fyrir sterkari áhuga í matardeildinni þegar fram liðu stundir og ákvað hún því að breyta bloggsíðunni alfarið í heimilis og matarblogg.

Bloggið í höfuðið á ömmu

María segir engan vafa leika á því hvaðan ástríða hennar fyrir mat komi. “Það sé óhætt að segja að hún komi frá Spáni, en ég er hálfur spánverji. Frænkur mínar og amma voru alltaf í eldhúsinu að elda þegar ég var sem barn úti hjá þeim, ef þær voru ekki að elda þá voru þær á matvörumarkaðnum að versla mat eða tala um hvað átti að vera í matinn daginn eftir og næstu daga. Ég lærði mest að elda af þeim, sérstaklega Paz frænku minni og ömmu Paz sem bloggið mitt er nefnt eftir.”

Fjölbreytni fyrir börnin

María er móðir fjögurra barna, þeirra Gabríelu sem er fædd árið 1999 en hún á jafnframt von á sínu fyrsta barni svo Maríu bíður brátt ömmutitilinn og segist hún hlakka mikið til. “Svo kemur litla hrúgan eins og ég kalla hana sem fæddist 2013, 2014 og 2015 en það eru þau Reynir Leo, Mikael og Viktoría Alba,” segir María og viðurkennir að það sé oft mikið fjör á heimilinu. Aðspurð um hvað hún leggi helst áherslu á í mataræði barnanna segir hún fjölbreytni. “Hér er allt leyfilegt í hófi. Ég held að ef maður banni of mikið eins og nammi sem dæmi þá verða börn bara enn sólgnar í það. Ég reyndi líka alltaf að hafa grænmeti með hverri kvöldmáltíð.”

Pizza kvöldin heilög

María mælir með því að leyfa litlum puttum að taka þátt í því að undirbúa matinn fyrir fjölskylduna. Ég leyfi þeim þegar það hentar að skera niður grænmetið fyrir matinn sem er sniðugt því þá eru þau líka að stinga því upp í sig í leiðinni og jafnvel búin að borða fullt af grænmeti fyrir matinn og svo meira með matnum. Spurð um uppáhalds mat barnanna segir hún steiktar grísalundir með sætkartöflufrönskum og sveppasósu vinsælasta réttinn um þessar mundir. Á föstudögum eigum við svo fast pizza kvöld eins og svo margir og segir María þá hefð vera orðna heilaga hjá fjölskyldunni.

Stundum bara grjónagrautur

“Ég er alls ekki alltaf í stuði til að elda, sérstaklega ekki þegar ég hef verið í eldhúsinu við vinnu allan daginn að semja og prófa uppskriftir. Þá hef ég oft bara flatkökur og skyr, eða jafnvel bara tilbúin grjónagraut í dollu og lifrarpylsu með, enda fá allir hvort eð er heita máltið í hádeginu,” spurð um vinsælasta skyndibitann á heimilinu. “Einnig spila flatkökurnar stórt hlutverk sem nesti hjá okkur þegar við förum út að leika og bralla ásamt spelt snúðum, hnetum og rúsínum,” segir María að lokum

María unir sér vel í eldhúsinu

Muna -Bleikju pastasalat stútfullt af hollri fitu, prótein og trefjum.

  • 250 gr  penne pasta frá Muna
  • 1 box piccolo tómatar
  • Hnefafylli af ferskri basiliku
  • 1 bleikjuflak
  • 10-14 ferskar litlar mozzarellakúlur
  • 1 stórt avókadó eða 2 lítil
  • Lífræn sítrónuolía frá Muna
  • Salt og pipar

Aðferð

Byrjið á setja vatn  í pott og saltið það vel, á að vera nánast eins og sjóvatn á bragðið Þegar suðan er komin upp setjið þá pastað ofan í og sjóðið skv.

leiðbeiningum

Hitið ofn á 200 °C og saltið og piprið bleikjuna Setjið hana í heitan ofninn í 15-20 mínútur Skerið næst avókadó í bita og tómatana og mozzarella kúlurnar í tvennt Þegar pastað og bleikjan er til setjið þá pastað í fallega grunna salatskál Dreifið næst avókadó, tómötum og mozzarella kúlum fallega yfir pastað Skerið svo bleikjuna niður og dreifið inn á milli Toppið svo með því dreifa saxaðir ferskri basiliku yfir og hella vel af sítrónuolíu yfir allt og salta vel með grófu salti og pipra.

Fylgstu með Maríu Gomez hér

www.paz.is

Instagram aðgangur Maríu er hér

Uppskriftir og annan fróðleik um vörumerkið Muna má finna á heimasíðu muna.is

NÝLEGT