Svona virkar Tabata:
- Vinna í 20 sek á eins hárri ákefð og þú mögulega getur.
- Hvíla í 10 sek á milli.
- Hver æfing endurtekin 8x.
- Sem sagt 8×20 sek og svo pása í 10 sek = 4 mínútur.
Í myndbandinu sýni ég 5 æfingar og æfingin tekur því aðeins 20 mín en mikilvægt er að hvíla aðeins eftir hverja æfingu til þess að geta lagt allt í þá næstu.
Einnig er mikilvægt að hita vel upp áður, hvort sem er með léttum göngutúr eða góðum liðkandi æfingum, hreyfiteygjum, léttu skokki o.s.frv. Þannig gerum við líkamann kláran í átökin og fáum sem mest út úr æfingunni án þess að skapa meiðslahættu.
Tabata er frábær leið til þess að bæta úthald, þrek og styrk og mynda góðan eftirbruna (EPOC) sem felur í sér að þú brennir fleiri hitaeiningum en venjulega í nokkrar klst eftir að æfingu lýkur.