Arnar Péturs og lykillinn að árangri

Arnar Péturs og lykillinn að árangri

Til þess að við getum orðið góð í einhverju þurfum við að hafa mikinn stöðugleika í æfingum. Þetta þýðir að við viljum forðast meiðsli og ofþjálfun eftir fremsta megni. Mín nálgun á hlaup og þegar ég er að þjálfa hefur því alltaf verið hvernig við hámörkum líkurnar á árangri á meðan við lágmörkum líkurnar á meiðslum og ofþjálfun. 

NOW fæðubótarefnin hafa hjálpað mér að uppfylla þessa nálgun með því að auðvelda mér að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á hverjum degi. Þó að fæstir séu að hlaupa 160km á viku þá verðum við alltaf að horfa á álag út frá hverjum og einum einstaklingi fyrir sig. Þannig geta tveir einstaklingar verið undir hlutfallslega jafn miklu álagi og því báðir notið góðs af NOW vörunum með sama hætti. Vörurnar frá NOW hafa virkað vel fyrir mig í gegnum tíðina og þess vegna langar mig að telja upp nokkrar vörur sem ég hef notað og get mælt með fyrir flesta. 

Það er algengt að hlauparar séu lágir í járni en járn er mikilvægt fyrir súrefnisupptöku í líkamanum. Þess vegna tek ég alltaf Iron Complex og í því er líka C-vítamín sem hjálpar til við upptökuna á járninu. B-12 Ultra er svo algjör lykill fyrir úthaldið en B-12 vítamín hjálpa okkur við endurheimt og að búa til rauð blóðkorn sem flytja súrefni. D-vítamín er svo sérstaklega mikilvægt fyrir alla og þar sem sólin á það til að svíkja okkur Íslendinga er oft nauðsynlegt fyrir okkur að sækja það með fæðubótarefnum. Fjölvítamín eins og Adam/ Eve eða Liquid vitamin eru svo einnig mjög góðir kostir til að fá fjölbreytt vítamín. 

Nokkrar af uppáhalds vörum Arnars

Þetta eru helstu NOW vörurnar sem ég mæli með. Þessu til viðbótar má nefna nokkrar vörur sem geta gert góða hluti fyrir lengra komna. Full Spectrum Mineral er steinefnablanda, L-Carnitine hjálpar við myndun orku, Rhodiola hjálpar ónæmiskerfinu, Pro Biotic góðgerlar eru mikilvægir fyrir magaflóruna og þá sem eiga erfitt með magann, en svo er Acai duftið stútfullt af andoxunarefnum sem eru mikilvæg fyrir hlaupara þar sem við neytum mikils magns af súrefni.

NOW fæðubótarefnin nota ég fyrst og fremst til að bæta fæðuna eins og nafnið gefur til kynna. Fjölbreytt fæða með áherslu á hreina, óunna fæðu skiptir mestu máli en til að hámarka líkurnar á árangri á meðan við lágmörkum líkurnar á meiðslum er gott að grípa í NOW til að tryggja að líkaminn fái allt sem hann þarf á hverjum degi. 

Pistill birtist áður á vefnum nowfoods.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT