Arnór Atlason í Nærmynd

Arnór Atlason í Nærmynd

Fullt nafn: 

Arnór Atlason.

Hjúskaparstaða? 

Giftur og á tvö börn.

Staða á vellinum?

Miðjumaður.

14-11-13atlason_2063991599

Uppáhalds matur og drykkur?

Steik, bernaise og íslenska vatnið.

Besta bíómyndin?

Shawshank Redemption.

Hvaða persóna úr bíómynd myndirðu helst vilja vera og af hverju? 

Sá heimildarmynd um Tom Brady um daginn, væri alveg til í að vera hann, hann er að gera það gott.

Hvað óttast þú mest? 

Gleyma að fara í búninginn undir upphitunargallann.

463182

Hvert er draumaferðalagið? 

Væri til í roadtrip um Bandaríkin með fjölskyldunni.

Ert þú með einhverja hjátrú fyrir leiki? 

Það er nú orðið lítið um það, hefur dálítið dvínað út allt saman. Hef verið með ýmislegt í gegnum tíðina, klæddi mig fyrst í þetta, svo hitt, var á sama stað í klefanum o.s.frv. en ekkert sem hefur haldist almennilega.

Eftirminnanlegasti handboltaleikur sem þú hefur spilað? 

Sem betur fer fengið að upplifa marga skemmtilega eins og að spila úrslitaleik á Ólympíuleikunum en ætli sá eftirminnilegasti hafi ekki verið þegar við urðum danskir meistarar á Parken fyrir framan 36.000 manns.

247489_10150181916011150_6914212_n

Skemmtilegasta atvik úr landsliðsferð? 

Menn eru enn að tala um það þegar ég og Kári Kristján völtuðum yfir örvhentu undrin Ásgeir Örn og Adda Mall í borðspilinu partners í síðustu ferð.

Herbergisfélagi í landsliðinu? 

Ásgeir Örn.

Hvað telur þú vera lykilinn að góðum árangri í íþróttum? 

Vera duglegur og vilja það nógu mikið .

Besti samherjinn? 

Íslenska landsliðið.

Hvernig er hefðbundin æfingavika hjá þér núna? 

Núna er nú frekar langt liðið á tímabilið og því aðeins farið að draga úr æfingamagninu þar sem úrslitakeppnin er að nálgast og við erum að spila mjög þétt. Við spilum tvo leiki í viku það sem eftir lifir tímabils þannig að yfirleitt er bara æft einu sinni á dag á þessum tíma. Ef við værum bara að spila einn leik í viku eru það sirka tveir dagar með tveimur æfingum og ef það liggur þokkalega á þjálfaranum fáum við eins og einn frídag í viku.

13331139_10153465162976150_3125210015728514472_n

Hvernig undirbýrð þú þig á leikdegi? 

Það er bara þetta klassíska, borða og hvílast vel. Reyni líka að horfa aðeins á video af andstæðingunum til að vera sem best undirbúinn.

Hvar myndirðu helst vilja búa í framtíðinni? 

Vona innilega að ég eigi eftir að búa á Akureyri.

Stundar þú einhverja aðra hreyfingu en handbolta? 

Fór nokkuð oft í tennis þegar ég bjó í Frakklandi en annars fær maður nú bara nokkuð góða hreyfingu úr því að vera atvinnumaður í handbolta og hlaupa á eftir tveimur börnum. Langar líka að segja að ég spili golf en ég geri það svona tvisvar á ári.

11428009_10152774445041150_5444653291793273426_n

13256034_10153465155496150_2812423914590569652_n

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir utan handboltans?  

Að ferðast.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár? 

Í jakkafötum að loka einhverjum samningum einhversstaðar, veit reyndar ekki í hvaða bransa en það verður bara að koma í ljós.

 

Höfundur: Arnór Atlason / H Talari

NÝLEGT