Search
Close this search box.
Ásdís Grasa: Aukin orka inn í daginn

Ásdís Grasa: Aukin orka inn í daginn

Asdis

Algengir orsakavaldar mikillar þreytu eru m.a. mataræðið okkar, hreyfing, svefn, streita og áföll, sjúkdómar, lyf og ýmsir umhverfisþættir. Sumt af þessu getum við haft áhrif á sjálf með daglegum venjum okkar og er heilsusamlegt mataræði einna mikilvægast þegar kemur að því að viðhalda góðri orku yfir daginn. Mataræðið okkar getur gert okkur slenug og þreytt af t.a.m. of miklum sykri, unnum kolvetnum, ofneyslu koffíns, óhófi í mat og drykk, fæðuóþoli, ásamt skorti á ýmsum mikilvægum næringarefnum. Því er gagnlegt að skoða hjá sjálfum sér hvað það er í daglega lífsstíl okkar eða umhverfi sem er að draga úr orkunni okkar og reyna að efla orkuna í líkamanum með náttúrulegum leiðum og heilbrigðum venjum. Við þurfum að sjá til þess að við séum að borða fjölbreytta og næringarríka hreina fæðu, huga að svefninum, hreyfa okkur reglulega og hafa stjórn á streitunni í kringum okkur. Mikið af „orku“bætiefnum og vörum á markaðnum nú til dags innihalda alltof hátt magn örvandi koffíns, aukaefna, gerviefna og sykurs sem veita líkamanum einungis skammvinna orku og geta haft þar að auki ýmsar aukaverkanir í för með sér. 

Hér er samantekt af nokkrum náttúrulegum efnum sem eru talin hafa jákvæð áhrif á orkubúskap líkamans og geta hjálpað til við að auka orkuna okkar samhliða heilbrigðu mataræði og reglulegri hreyfingu. Vissulega ber að hafa í huga að það getur verið gott að ráðfæra sig við fagaðila ef fólk er með sjúkdóma eða ef viðkomandi tekur inn ákveðin lyf áður en farið er í að taka inn bætiefni til að koma í veg fyrir milliverkanir.

Asdis-grasa-now

Rhodiola

Þessi kröftuga lækningajurt kallast burnirót á íslensku og var hún upphaflega notuð af rússneskum hermönnum til að auka frammistöðu og úthald en burnirótin hefur verið notuð í aldanna rás til að auka vinnuþrek og langlífi. Rannsóknir á burnirót hafa leitt í ljós að hún eykur einbeitingu, líkamlegt og andlegt úthald, ásamt því að efla mótstöðu líkamans gegn streitu og álagi. Hún hefur einnig sterka andoxunarvirkni og styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Hún virðist skerpa á virkni heilans en hún styður við framleiðslu á mikilvægum boðefnum sem hafa að gera með orku, athygli og líðan. Hún hefur reynst íþróttafólki vel sem og fólki sem er undir miklu líkamlegu og andlegu álagi og er gjarnan notuð gegn orkuleysi og sleni. Burnirótin getur aukið áhrif annarra örvandi lyfja/bætiefni sem þarf að gæta í slíkum tilfellum. Mælt er með að taka burnirótina inn fyrri part dags vegna orkugefandi áhrifa. 

Hægt er að versla vöruna hér .

B100

B-vítamínblandan frá Now inniheldur öll B-vítamínin sem líkaminn þarf ásamt efnunum kólín og inósítól en þessi samsetning vítamína er mikilvæg til að styðja við orkuframleiðslu líkamans, til að viðhalda heilbrigðum efnaskiptum hómócysteins og til að stuðla að sterku taugakerfi og framleiðslu mikilvægra taugaboðefna. B-vítamín veitir líkamanum orku með því að umbreyta orkuefnum úr fæðunni eins og kolvetnum, próteini og fitu í ATP orkugjafa sem líkaminn notar til að sinna flóknum efnahvörfum.

Hægt er að versla vöruna hér .

Acetyl-L-Carnitine

L-karnitín er amínósýra sem styður við orkuframleiðslu með því að flytja fitu úr fæðu inn í hvatberana í frumum líkamans þar sem þeim er breytt í orku. Líkaminn getur sjálfur framleitt L-karnitín í vöðvum líkamans og eins er L-karnitín í kjöti og mjólk. Acetyl-L-karnitín er umbreytt form af L-karnitíni og er talið hafa jákvæð áhrif á heilann þar sem það kemst í gegnum heilablóðþröskuld og getur þannig mögulega aukið árvekni og hjálpað til að viðhalda eðlilegri starfsemi taugaboðefna. Einnig er acetyl-L-karnitín talið örva hvatberavirkni í frumunum sem eru orkuver líkamans. Klínískar rannsóknir gefa til kynna að acetyl-l-karnitín hjálpar að viðhalda góðri starfsemi taugakerfisins með því m.a. að vernda frumur gegn ótímabærri öldrun. Acetyl-l-karnitín getur mögulega gagnast gegn síþreytu eða orkuleysi.

Green Phytofoods

Kröftug næringarblanda sem er samsett úr heilnæmum jurtum og næringarríkum fæðutegundum eins og grænmeti og þörungum í sínu náttúrulega formi og inniheldur ríkulegt magn af vítamínum, steinefnum, virkum plöntuefnum og góðum trefjum. Bragðgóð blanda sem auðvelt er setja t.d. út í hristing, safa eða vatn eftir þörfum. 

 

Ásdís Ragna, grasalæknir BSc

Ásdís Grasalæknir á Facebook

Ásdís Grasalæknir á Snapchat

www.grasalaeknir.is

NÝLEGT