Sjálf fer ég alltaf í hreinsun á þessum tíma árs og núllstilli líkamann á hreinni og næringarríkri fæðu og finn hvað það gerir líkamanum gott að taka svona markvissa hreinsun 1-2x á ári. Þegar ég geri mér smoothie passa ég alltaf upp á að hafa þrennt í grunninn s.s. prótein, trefjar og fitu til þess að hafa góð stillandi áhrif á blóðsykurinn. Svo bæti ég við smá sætu s.s. ávöxt eða stevíu í litlu magni ef mér finnst það þurfa. Ég nota gjarnan Acacia fiber trefjarnar í smoothie sem gera kraftaverk fyrir meltinguna og gefa líka góða seddutilfinningu ásamt því að hafa góð áhrif á blóðsykurinn. Svo hef ég notað Collagen duftið frá Now lengi og finn hversu stykjandi það er fyrir stoðkerfið mitt, hár, neglur og húðina. Green Phytofoods er kröftug næringarblanda úr grænmeti og jurtum og bráðsnjallt að skutla þessari ofurbombu í smoothie til að húrra upp inntökuna hjá okkur á grænmeti ásamt því að fá búst á orkuna með andoxunarríkum lækningajurtum sem eru í þessari flottu næringarblöndu.
Grænn Orkugefandi smoothie
1 skeið Plant complex protein vanilla frá Now
1-2 dl vatn og möndlumjólk frá Isola
½ msk Green Phytofoods frá Now
1 hnefi frosið mangó eða epli
½ stk frosið avókadó
½ tsk engiferduft
1 msk hampfræ frá Himneskri hollustu
½ msk chia fræ frá Himneskri hollustu
2 hnefar spínat
Hér má alveg sleppa mangó ef þið eruð á lágkolvetna eða ketó mataræði og nota frosið blómkál í staðinn eða meira af avókadó.
Grænn Hreinsandi smoothie
1 bolli kalt Green tea citrus frá Clipper (eða vatn)
½ bolli frosið spínat
½ bolli frosið grænkál
½ bolli agúrka
1 sellerí stöngull
Safi úr 1 sítrónu/lime
1 msk hampolía frá Himneskri hollustu
2 msk Acacia fiber frá Now
1 skeið Collagen prótein frá Now
Nokkur fersk myntulauf ef vill
Þið getið bætt við 2-3 dropum af hreinni stevíu ef þið viljið hafa sætu en mæli með að hafa hann svona rótsterkan og vel grænan á bragðið.
Mæli með að þið prófið þessa tvo en þannig náið þið að tileinka ykkur að borða meira grænt í mataræðinu en sjálf fæ ég mér oftast einn grænan drykk yfir daginn hvort sem er í morgunmat, hádeginu ef ég er á hlaupum eða nota sem millimál ef þannig liggur á mér.
Framundan er námskeið hjá mér sem heitir „NærandiHreinsun – Orka & Vellíðan“ þar sem ég mun kenna ykkur að fara í einfalda og áhrifaríka 10 daga hreinsun og styðja við náttúrulega hreinsun líkamans með heilsusamlegu plöntumiðuðu fæðu, bætiefnum og jurtum.
Hægt að skrá sig hér í hreinsunina sem hefst 15.maí.
Ásdís grasalæknir
Instagram: asdisgrasa