Ásdís Grasa: Heilsueflandi jurtir í mataræðið

Ásdís Grasa: Heilsueflandi jurtir í mataræðið

Ásdís Ragna Einarsdóttir útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hefur rekið eigin stofu um árabil þar sem fjöldi einstaklinga hefur leitað til hennar í ráðgjöf. Ásdís er meðlimur í helstu fagfélögum grasalækna, National Institute of Medical Herbalists og College of Practioners of Phytotherapy. Ásdís hefur mikla ástríðu fyrir því að miðla heilsuboðskapnum til sem flestra og heldur reglulega heilsutengda fyrirlestra og námskeið. Ásdís leggur mikla áherslu á hreina og heilsusamlega næringu samhliða virkni jurtanna til að ná sem bestum árangri í átt að bættri heilsu.

Næstkomandi mánudag 4.júní mun Ásdís  leiða ykkur í gegnum heim kyngimagnaðra lækningajurta og fara yfir virk efni í jurtum og heilsueflandi áhrif þeirra á heilsu okkar. Einnig mun ég kenna ykkur að tína og nota algengar íslenskar jurtir sem eru bólgueyðandi, andoxunarríkar og styrkja ónæmiskerfið og hvernig við getum laumað þeim inn í fæðuna okkar.

·        Hvernig á að tína, þurrka og geyma jurtir

·        Hvenær er best að tína jurtir og við hvaða aðstæður

·        Hvernig útbúa á jurtate, seyði og tinktúru

·        Virk efni í jurtum og heilsueflandi áhrif þeirra

·        Algengar íslenskar jurtir sem hluti af mataræði okkar

·        Uppskriftir að einföldum jurtablöndum

Miðasala fer fram á miði.is

https://midi.is/atburdir/1/10481/Heilsueflandi_lakningajurtir_med_Asdisi_Grasa

 

Ásdísi deilir hér með okkur einni auðveldri leið hvernig hægt sé að nýta íslenskar jurtir sem hluta af mataræðinu okkar:

Nú er farið að glytta í einstaka túnfífilshnappa víða í görðum og fleiri jurtir að líta dagsins ljós með hækkandi sól. Það er nefnilega svo að flestar jurtir sem við teljum illgresi eru í raun mikilvægar lækningajurtir sem við getum tínt sjálf og nýtt okkur til heilsubótar. Sem dæmi þá eru túnfífill, rabbabararót, arfi og njóli allt jurtir sem hafa verið notaðar frá örófi alda sem lækningajurtir. Túnfífillinn er í sérstaku uppáhaldi hjá mér en ég nota hann mikið bæði blöð og rætur þegar ég set saman jurtablöndur í meðferðarskyni. Túnfífillinn er ákaflega næringarrík jurt og inniheldur ríkulegt magn af A vítamíni, mikið magn járns og kalks, B1, B2, B5, B6, B12, C vítamín, sínk, kalíum, magnesíum og biotíni. Túnfífillinn er talin hafa jákvæð áhrif á starfssemi meltingar og þá sérstaklega lifur og gallblöðru, ásamt því að vera vökvalosandi. Við ættum nefnilega að gefa meiri gaum að því sem vex í kringum okkur í náttúrunni og nýta það sem náttúran gefur af sér og læra að nota lækningajurtir okkur til heilsubótar og sem hluta af daglegum matarvenjum. Enda hefur ein og sama jurtin fjölþætt heilsueflandi áhrif á líkamann og góð jurt er gulli betri sagði einhver.

33840734_10155874833203138_7066370359074750464_n

Villt túnfífilspestó

1 stór hnefi túnfífilsblöð

1 hnefi fersk basilika

1/2 – 1 bolli valhnetur

1 bolli furuhnetur

3 msk sítrónusafi

1-3 stór hvítlauksrif

1 tsk sjávarsalt

1 msk rifinn parmesan ostur

200 ml lífræn ólífuolía

Hægt að blanda saman túnfífli og spínati eða klettasalati ef vill. Allt sett í matvinnsluvél og hvítlaukur saxaður áður. Blanda þar til mjúkt og bæta olíu ef þörf. Geyma í glerkrukku og kæli og best að hella smá olíu efst í krukkuna áður en lok sett á til þess að auka líftíma. Getið notað kasjúhnetur ef viljið og vegan parmesan frá Violife eða 1/2-1 msk næringarger til að fá ostabragðið. Skora á ykkur að prófa!

Miðvikudaginn 11.júní mun ég svo kenna ykkur hvernig við getum búið til okkar eigið jurtasmyrsl og náttúruleg krem úr náttúrulegum hráefnum sem næra og styrkja húðina.

Miðasala fer fram á miði.is
https://midi.is/atburdir/1/10482/Heilnam_jurtasmyrsl_og_natturuleg_krem

Asdis_1527677205609

Ásdís Ragna, grasalæknir BSc

Ásdís Grasalæknir á Facebook

Ásdís Grasalæknir á Snapchat

www.grasalaeknir.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT