Það eru ýmis trix sem við getum notað til að koma okkur á lagið með að drekka meir af te t.d með því að:
- Gera kalda te drykki
- Nota te sem grunn í frostpinna með ávöxtum
- Gera heita te latte drykki
- Nota það sem er í tepokunum í boost eða morgungrauta
Ég er mjög vandlát á te og nota eingöngu nú til dags hágæða te sem eru lífrænt ræktuð enda innihalda þau mun meira magn af bæði andoxunarefnum, næringarefnum og virkum efnum en hefðbundin te. Því eru Clipper tein í miklu uppáhaldi hjá mér. Mæli með að þið prófið ykkur áfram með að nota te í ýmsu formi og hér eru 3 sniðugar uppskriftir af tedrykkjum sem hressa upp á heilsuna og bragðlaukana!
Berja & Lime íste
1 poki Wild Berry infusion Clipper
1-2 dropar Lemon stevía Good Good
1 stórt glas sódavatn
½ kreist lime safinn
Nokkrir klakar
Fersk mynta
Látið tepokann liggja í sódavatninu í 10-15 mín, fjarlægið því næst tepokann og hrærið lime safa og stevíu út í. Bætið klökum og ferskri myntu saman við. Wild Berry infusion teblandan frá Clipper er einstaklega bragðgott te þetta er léttur og frískandi tedrykkur með mildum berja sítruskeim.
Chai latte
1 poki Green Chai tea Clipper
3/4 bolli möndlumjólk Isola
¼ bolli soðið/heitt vatn
1-2 dropar Vanillu stevía Good Good
Kanill ef vill
Látið tepokann liggja í vatninu í 3-5 mín. Hitið möndlumjólk í potti upp að suðu eða flóið mjólkina. Blandið saman mjólkinni og teinu og bætið sætu ef vill. Hægt að nota lífrænt hunang ef vill í stað stevíu. Stráið smá kanil yfir ef vill. Ljúffengur latte drykkur og má gjarnan setja smá kókósolíu eða MCT olíu fyrir þá sem vilja hafa hann saðsamari.
Chia & Engifer drykkur
1 poki Lemon Ginger infusion Clipper
1 bolli heitt vatn
1 bolli kókósvatn
2 msk chia fræ
¼ bolli kreist appelsína
2 msk sítrónusafi
Látið tepokann liggja í heitu vatni í 3-5 mín og leyfið að kólna. Blandið öllu saman í blandara og mixið örstutt þannig að chiafræin tætist örlítið og hellið því næst í stórt drykkjarílát með loki og látið standa í 2 klst. Má líka sleppa setja í blandara og hrista saman í krukku eða íláti með loki. Hægt að drekka í einum rykk sem morgundrykk eða sötra fram að hádegi eða nota sem millimál seinni part. Ferskur og saðsamur drykkur sem bætir og örvar meltinguna.