Ásdís Grasa: Hugum að húðinni yfir veturinn

Ásdís Grasa: Hugum að húðinni yfir veturinn

Útvortis er gott að eiga hreina kókósolíu við höndina og bera á þurra bletti reglulega en kókosolían er einstaklega feit og nærandi og smýgur vel inn í húðina. Aðrar nærandi olíur fyrir húðina eru t.a.m. möndluolía og Jojoba olía sem henta flestum húðgerðum og eru ákaflega mýkjandi fyrir húðina. Svo er hægt að leika sér sjálfur og útbúa sín eigin krem og olíur og búa til heimatilbúið krem úr náttúrulegum og lífrænum hráefnum. Ég ætla deila með ykkur uppskrift að kremi sem auðvelt er að búa til sjálfur og gaman t.d. að gefa í jóla eða tækifærisgjöf.

Vöðvaslakandi fótakrem

Þetta æðislega krem er mjög nærandi og mýkjandi fyrir húðina og er frábært til að hjálpa líkamanum að slaka á. Berið á þreytta og spennta vöðva á kvöldin fyrir svefn. Slakið á og njótið!

CocoaButterSheaButterOfl_Asdis_hudgrein

Innihald:

Aðferð:

  • Hitið kókósolíu, shea butter og cocoa butter yfir vatnsbaði á lágum hita eða í örbylgjuofni þar til fljótandi.
  • Hellið í skál og látið aðeins kólna við stofuhita í u.þ.b. 20-30 mín.
  • Notið handþeytara eða setjið í blandara og látið þeytast saman og á meðan hellið rólega magnesium vökvanum út í.
  • Leyfið aðeins að standa í smá stund í skálinni og blandið þar næst ilmkjarnaolíum út í og þeytið aftur saman með handþeytara, pískara eða blandara þar til þið fáið smá ´fluffy´ rjómakennda áferð á kremið.
  • Hellið svo kreminu í hreina glerkrukku og lokið.
  • Geymið í kæli og notið eftir þörf.

 

Höfundur: Ásdís Grasalæknir

NÝLEGT