Search
Close this search box.

ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
ÁSDÍS GRASA: MÍNAR UPPÁHALDS SMOOTHIE UPPSKRIFTIR

ÁSDÍS GRASA: MÍNAR UPPÁHALDS SMOOTHIE UPPSKRIFTIR

Höfundur: Ásdís

Bleika sykurlausa möndlumjólkin frá Isola Bio hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í smoothie enda silkimjúk og mild á bragðið. Ég nota hana líka alltaf þegar ég geri chia grauta og finnst hún gefa bestu áferðina miðað við aðrar tegundir af möndlumjólk. Svo er ég nýbúin að uppgötva nýja Collagen creamer frá Vital Proteins en það er ótrúlega gott ásamt því að vera rosalega bragðgott. Ásamt collageninu er gott að setja Vanillu prótein frá Now.

Það má alveg sleppa að nota prótein í þessum uppskriftum og hægt að nota möndlusmjör og eða meira af hnetusmjöri í staðinn fyrir þá sem vilja en mér finnst gott að nota hágæða próteinduft inn á milli í næringardrykkina mína til að gefa meiri mettun þannig að máltíðin endist mér lengur. Ég skutla líka stundum spirulinu út í drykkina mína til að auka gæðin. Endilega verið dugleg að prófa ykkur áfram með skemmtileg hráefni en eitt er víst að möndlumjólkin stendur alltaf fyrir sínu og er ómissandi í smoothie!

Súkkulaði & Hnetusmjörs smoothie

1 bolli möndlumjólk Isola

1 skeið Whey protein creamy chocolate

1 msk hnetusmjör

½ msk kakóduft

½ frosinn banani

1 msk chia fræ

1 bolli klakar

Blanda öllu vel saman í blandara hellið í glas og toppið með t.d. kakónibbum og lífrænu múslí. Eða hverju því sem ykkur þykir gott.

Berja smoothie skál

Berja smoothie skál

1 bolli frosin blönduð ber

5 msk möndlumjólk Isola

1 tsk Acai berjaduft frá NOW

1 skeið Whey prótein Creamy Vanilla frá NOW

1 frosinn banani

Blandið fyrst saman frosnum berjum og banana á hægri stillingu á blandaranum þar til orðið að mauki og búið að blandast saman, en þið þurfið að skrapa meðfram hliðunum því þetta verður ansi þykkt. Bætið þar næst við möndlumjólk, próteini og acai duftinu, þið bætið bara við meir af möndlumjólk ef viljið þynna þetta aðeins ef of þykkt. Toppið með t.d. kókósmjöli, chia fræjum og ferskum jarðaberjum.

Ásdís Ragna, grasalæknir BSc

Ásdís grasa á Instagram

Ásdís grasa á Facebook

Hér má finna fjöldann allan af girnilegum uppskriftum og áhugaverðum pistlum eftir Ásdísi grasalækni.