lt;p>Bláa sykurlausa möndlumjólkin frá Isola Bio hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í smoothie enda silkimjúk og mild á bragðið. Ég nota hana líka alltaf þegar ég geri chia grauta og finnst hún gefa bestu áferðina miðað við aðrar tegundir af möndlumjólk. Svo er ég nýbúin að uppgötva nýja jurtapróteinið frá NOW sem heitir Plant Protein Complex en það er ótrúlega gott og gefur kremkennda áferð sem mér finnst skipta máli ásamt því að vera rosalega bragðgott.
Það má alveg sleppa að nota prótein í þessum uppskriftum og hægt að nota möndlusmjör og eða meir af hnetusmjöri í staðinn fyrir þá sem vilja en mér finnst gott að nota hágæða próteinduft inn á milli í næringardrykkina mína til að gefa meiri mettun þannig að máltíðin endist mér lengur. Ég skutla t.d. stundum Phytofoods ofur næringarduftinu frá NOW út í til að fá meiri orkubúst þegar þess þarf. Endilega verið dugleg að prófa ykkur áfram með skemmtileg hráefni en eitt er víst að möndlumjólkin stendur alltaf fyrir sínu og er ómissandi í smoothie!
Berja smoothie skál
1 b frosin blönduð ber
5 msk möndlumjólk Isola
1 tsk Acai berjaduft frá NOW
1 skeið Plant protein complex vanilla
1 frosinn banani
Blandið fyrst saman frosnum berjum og banana á hægri stillingu á blandaranum þar til orðið að mauki og búið að blandast saman, en þið þurfið að skrapa meðfram hliðunum því þetta verður ansi þykkt. Bætið þar næst við möndlumjólk, próteini og acai duftinu, þið bætið bara við meir af möndlumjólk ef viljið þynna þetta aðeins ef of þykkt. Toppið með kókósmjöli, chia fræjum og ferskum jarðaberjum.
Súkkulaði & Hnetusmjörs smoothie
1 b möndlumjólk Isola
1 skeið Plant protein complex chocolate mocha
1 msk hnetusmjör
½ msk kakóduft
½ frosinn banani
1 msk chia fræ
1 b klakar
Blanda öllu vel saman í blandara og toppa með kakónibbum og lífrænu múslí.