Search
Close this search box.
Ásdís Grasa: Tahini sesamsmjör

Ásdís Grasa: Tahini sesamsmjör

Á mínu heimili er vinsælt hjá yngri kynslóðinni að smyrja tahini ofan á eplabita eða bananabita og narta í sem millimál eða smyrja ofan á hrískökur ásamt gúrkum. Það er hægt að kaupa bæði ljóst og dökkt tahini en þetta ljósa notar maður yfirleitt í hummus og það dökka (búið að rista sesamfræin) sem álegg. Tahini er sneisafullt af næringarefnum og ef borið saman við hnetusmjör þá inniheldur það töluvert meiri trefjar, minna magn kolvetna og minna af mettaðri fitu. Tahini inniheldur m.a. fullt af B vítamínum, omega 3 fitusýrur, ríkulegt magn af kalki, magnesíum, sínki, og fólínsýru. 

Súkkulaði halva:

1 dl kakóduft

1 dl kókósolía

½ dl hlynsíróp

2 ½ dl tahini

1 tsk vanilluduft

Láta kókosolíu verða fljótandi með því að standa í heitu vatni

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél, setja því næst í konfektform eða klakabox og í kæli eða frysti í a.m.k. ½ klst. 

Kredit mynd: Hildur Ársælsdóttir,
www.lifraent.is/maedgurnar 

Ásdís Grasa á Facebook

www.grasalaeknir.is

Ásdís Grasa á Snapchat

NÝLEGT