ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Ásdís Grasa: Tedrykkja er mikil heilsubót

Ásdís Grasa: Tedrykkja er mikil heilsubót

Tedrykkja er ekki ný af nálinni en hún á rætur sínar að rekja allt til þriðju aldar. Allt frá þeim tíma hefur fólk sammælst um þau jákvæðu heilsufarslegu áhrif sem fylgja tedrykkju. Á undanförnum árum og áratugum hafa svo vísindalegar rannsóknir stutt við þær fullyrðingar.

Þessi heilsufarslegu áhrif eru meðal annars:

Lækkar kólesteról.

Samkvæmt rannsókn sem birtist í American Journal of Clinical Nutrition í júní 2011 þá kom fram að grænt te getur lækkað bæði heildar kólesterólið og LDL ´slæma´ kólesterólið. Til að ná fram þessum áhrifum á blóðfituna þarf maður að drekka 5 bolla á dag af grænu te.

Tedrykkja dregur úr framleiðslu á kortisóli.

Kortisól er stresshormónið okkar og stuðlar að aukinni kviðfitu og ýtir m.a. undir öldrun líkamans. Rannsókn sem gerð var árið 2006 sýndi fram á að með því að drekka 4 bolla af grænu te á dag í 6 vikur þá lækkaði kortisól magnið í líkamanum en það er ekki talið heilsusamlegt fyrir okkur að hafa kortisólið hátt til lengri tíma.

Tedrykkja er bólgueyðandi.

Virk efni í grænu te draga úr bólgumyndun í líkamanum en bólgur eru undirliggjandi þáttur í flestum sjúkdómum nú til dags eins og liðagigt, sykursýki og þunglyndi og því mikilvægt að nota náttúrulegar leiðir til að slá á bólgur. Bólgumyndun í líkamanum veldur líka vökvasöfnun og það að drekka grænt te hjálpar okkur að losa umfram bjúg og lætur okkur líða betur.

Meiri einbeiting og betra minni.

Grænt te skerpir á hugsun og athygli enda inniheldur það koffín en það eru líka önnur plöntuefni í grænu tei sem stuðla að meiri fókus en þessi efni hafa áhrif á svokallaðar theta bylgjur í heilanum. Grænt te er jú orkugefandi eins og flestir vita. Þegar mikið liggur við í vinnunni er bara skella í sig einum grænum bolla og rúlla í gegnum þetta!

Tedrykkja dregur úr ofnæmi.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Japan árið 2007 á grænu te kom í ljós að EGCG polyphenol efni og andoxunarefnið quercetin sem finnast í grænu te hafa áhrif á ónæmisfrumur og geta dregið úr ónæmisviðbrögðum með því að draga úr histamín framleiðslu.

Eykur efnaskipti og brennslu.

Grænt te hefur lengi verið notað í þyngdarstjórnun en grænt te hraðar efnaskiptum sem má aðallega rekja til koffín innihalds ásamt öðrum virkum efnum. Grænt te getur líka slegið á matarlyst og sykurlöngun.

Önnur heilsufarsleg áhrif.

Tedrykkju fólk mælast með betri blóðgildi og eru heilsuhraustari. Að drekka te bætir vissulega heilsu okkar og ráðlagt er að drekka 2-3 á dag bolla sér til heilsubótar. Grænt te hefur t.d. áhrif á að draga úr áhættu á heilablóðfalli, magakrabbameini, sykursýki og getur komið í veg fyrir tannholdsbólgur.

Prófaðu þig áfram og njóttu áhrifanna af góðum tebolla. Ég mæli sérstaklega með tei frá Clipper en hér má lesa nánar um þau.

Ásdís grasalæknir

www.grasalaeknir.is

www.instagram.com/asdisgrasa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest