Ásdís Grasa: Túrmerik, Curcubrain og Curcufresh

Ásdís Grasa: Túrmerik, Curcubrain og Curcufresh

TURMERIK (CURCUMIN) – GYLLTA RÓTIN

Turmerik er ein þekktasta jurt fyrr og síðar og hefur áralanga sögu víða um heim bæði sem lækningajurt og kryddjurt í matargerð. Turmerik rótin hefur verið mikið rannsökuð síðustu ár og þá sérstaklega virka efnið í turmerik sem heitir curcumin en turmerik inniheldur fjölmörg virk náttúruleg efni. Rannsóknir á virka efninu curcumin hafa leitt í ljós að curcumin hefur m.a. sterka andoxunarvirkni og vinnur gegn frumuöldrun en oxun frumna er talin ein algengasta orsök sjúkdóma nú til dags. Curcumin hefur einnig verið skoðað út frá áhrifum á taugakerfið og heila og virðist curcumin örva framleiðslu á heilaboðefninu BBNF sem eykur vöxt nýrra frumna og vinnur gegn hrörnun í heila. Curcumin hefur löngum verið þekkt fyrir bólgueyðandi áhrif á líkamann en bólgur spila stórt hlutverk í myndun krónískra sjúkdóma. Einnig virðist curcumin hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi og gæti mögulega haft fyrirbyggjandi áhrif gegn krabbameini en frekari rannsókna er þörf á því sviði sem vonandi líta dagsins ljós innantíðar.

CURCUBRAIN

Í CurcuBrain er notast við sérstakan curcumin extrakt sem er með 65 sinnum sterkari líffræðilega virkni en hefðbundið curcumin þar sem það frásogast í töluvert meira magni og kemst þar að auki í gegnum heilablóðþröskuld og getur þannig mögulega haft fyrirbyggjandi og verndandi áhrif á starfsemi heilans.

CURCUFRESH

Ný vara sem þar sem curcumin extrakt er unnin úr ferskri turmerikrót sem er eingöngu pressuð hrein rótin. Curcu-Fresh er 40 sinnum sterkara en hefðbundið curcumin og fæst bæði í hylkjum og hreinu duftformi.

 Þú getur fengið Curcubrain hér .

Þú getur fengið Curcufresh hér .

 

Höfundur: Ásdís grasalæknir

NÝLEGT