Search
Close this search box.
Ásdís Ragna: Paleo brauð

Ásdís Ragna: Paleo brauð

  • 1 ½ bolli möndluhveiti
  • 2 msk kókóshveiti
  • ¼ bolli  möluð ljós hörfræ
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • 1 ½ tsk matarsóda
  • 1/4 bolli kókósolía
  • 1 msk hunang
  • 1 msk eplaedik
  • 5 egg

Setjið möndluhveiti, kókóshveiti, salt, hörfræ og matarsóda í matvinnsluvél og blandið saman.
Bætið við eggjum, olíu, ediki og hunangi (má alveg sleppa) og hrærið saman.
Smyrjið brauðform eða setjið bökunarpappír ofan í og hellið deiginu í
Bakið við í 175°C í 40 mín.
Kæla og borða!

Facebook

www.grasalaeknir.is

Snapchat: asdisgrasa

Höfundur: Ásdís grasalæknir

NÝLEGT