Asíski draumurinn: Myndaveisla

Asíski draumurinn: Myndaveisla

Hvernig voru liðin?

Ég og Steindi vorum saman á móti hobbitunum Sveppa og Pétri 🙂

Til hvaða landa ferðuðust þið og hvað voruð þið lengi?

Ég og Steindi fengum Tæland, Víetnam, Malasíu, Kína, Kambódíu og Maká. Við vorum á ferðalagi í 3 vikur.

17499658_10210999666401568_1954028340_o

17474118_10210999662321466_132087653_o

Hvað er það klikkaðasta sem þú gerðir í ferðinni?

Ég fór í hæsta teygjustökk heims, sem er ekki nema 265 metrar! Sem er sirka eins og 4 Hallgrímskirkjur. By far það ógeðslegasta sem ég hef gert á ævinni og í fyrsta sinn sem ég actually grenjaði úr hræðslu! Ég grét á leiðinni niður ásamt því að hugsa afhverju ég væri að þessu og fyrir hvern eiginlega??

17431685_10210999670121661_815641254_o

17474312_10210999663321491_1044968258_o

Hvert var skemmtilegast að koma og af hverju?

Held að ég verði að segja Víetnam. Allir svo kurteisir og hressir og besti matur sem ég hef á ævi minni fengið. Alveg sama hvar þú varst, maturinn var alltaf geggjaður!

17467507_10210999660641424_1462784631_n

17499623_10210999666761577_1082144788_o

Hvernig var að vera með Steinda í liði?

Það er pínu svona eins og að ferðast með John Candy í myndinni Plains, Trains and Automobiles (fyrir þá sem hafa séð hana). Maður leggst í blautt rúm því hann hellti niður. Hann reykir inná herbergi, en við gluggann sem gerir samt ekki rassgat! En annars var gaman að vera með honum í liði. Við náum vel saman í húmor og svo er hann auðvitað bara skemmtilegur drengur. Þetta er oft eins og hjónaband hjá okkur sem þarf að vinna að. 

17430598_10210999658521371_1471845954_o

17475094_10210999659201388_1801355257_o

17439658_10210999661281440_698644422_n

17499914_10210999668561622_1135275673_o

Hvað er öðruvísi við þessa seríu en hinar tvær?

Ég held að það sé Asía eins asnalega og það hljómar. Þá meina ég að það hafa svo margir komið til USA og Evrópu en það verður upplifun fyrir fólk að sjá þessi lönd og ruglið sem við erum í þarna.

17496036_10210999660681425_182432530_n

17475444_10210999664081510_1231175427_o

Hvaða verkefni eru framundan hjá þér?

Ég þarf að flytja tvisvar núna á þremur mánuðum sem er viðbjóður. En fjölmiðlatengt þá fáum við að vita í lok næstu viku hvort við fáum að skrifa nýja Steypustöð í sumar. Við færum þá í tökur á henni næsta haust. Ég ætla að henda í The Secret og segja bara að það sé næsta verkefni.

Asíski draumurinn

Höfundur: Auðunn Blöndal / H Talari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

NÝLEGT