Asta Eats: Coconut Bowls

Asta Eats: Coconut Bowls

Coconut Bowls leggur mikla áherslu á sjálfbærni og endurvinnslu sem eru mikilvæg gildi sem ég reyni sjálf að fara eftir. Þau framleiða alls konar vörur úr kókoshnetum sem annars hefðu verið brenndar eða hent eftir að kókosvatnið og kókosinn er tekið úr þeim. Þau framleiða aðallega skálar en þau eru líka með skeiðar, gaffla, bambusrör og jafnvel matarprjóna!

Nokkrir fróðleiksmolar:

  • Sérhver kókoshnetuskál er einstök þar sem að engar tvær kókoshnetur eru alveg eins
  • Coconut Bowls tekur á móti 10.000 kókoshnetum mánaðarlega og endurvinnur þær
  • 99% af kókoshnetum er hent eða þær brenndar sem sorp eftir að vatnið og kókosinn er tekið úr þeim. Það eru nokkrir milljarðir af kókoshnetum
  • Þegar kókoshnetur eru brenndar veldur það losun á gróðurhúsategundunum metan og koldíoxíð sem báðar hafa skaðleg áhrif á umhverfið, þá sérstaklega á loftslagið

 

Cococombo-edit

The Coco Combo (tekið af www.coconutbowls.com)

Það fyrsta sem mér datt í hug að búa til var bananaís og ég borðaði með bestu lyst úr nýju skálinni minni. Uppskriftin er alls ekki flókin, það eina sem þarf eru frosnir bananar og frosnir eða ferskir ávextir! Ég notaði frosin jarðaber en ég mæli líka með bláberjum, mangó eða ananas. Uppskriftin hentar fyrir 1-2 manns.

Jarðaberjabananaís

  • 1-2 frosnir bananar
  • 1-2 dl af frosnum jarðaberjum
  • Skvetta af plöntumjólk frá Isola Bio (hægt að sleppa)

Aðferð: Byrjið á því að leyfa frosnu ávöxtunum að þiðna örlítið, í 5 mínútur. Næst skal setja allt hráefni í matvinnsluvél eða góðan blandara og blanda þar til þið fáið þykka áferð, alveg eins og ís! Það gerist ekki auðveldara! Skreytið með ferskum ávöxtum, kókosmjöli, fræjum eða bara hverju sem er og njótið! Ef það verður afgangur er sniðugt að setja hann í nestisbox og geyma inn í frysti og borða seinna.

Ef þið hafið áhuga á að skoða úrvalið og verð þá mæli ég með að kíkja á vefsíðu Coconut Bowls sem er www.coconutbowls.com.

_mg_6928

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl!

Þessi færsla er ekki kostuð. Hún endurspeglar einungis álit höfundar. 

Höfundur: Asta Eats

 

NÝLEGT