Asta Eats: Heilsu & Lífstílsdagar

Asta Eats: Heilsu & Lífstílsdagar

Hafrar og chia fræ

Mér þykir alltaf gott að birgja mig upp af höfrum og chia fræjum en ég borða reglulega hafragraut eða chiagraut í morgunmat. Vörurnar frá Himneskri Hollustu eru á 25% afslætti svo það er um að gera að nýta sér það! Mér finnst líka tilvalið að kíkja á heilsudaga til þess að kaupa mér möndlur, hnetur og önnur fræ á góðum afslætti.

GoGo

Ég var mjög spennt að prófa þennan drykk frá Good Good Brand þar sem að ég drekk ekki kaffi og vill ekki drekka orkudrykki. GoGo inniheldur 105 mg af náttúrulegu koffíni og inniheldur engan sykur en hann inniheldur vítamín og steinefni sem er algjör plús! Ég keypti mér báðar bragðtegundirnar, Flower og Tropic, og verð að segja að ég eiginlega get ekki gert upp á milli, þeir eru báðir mjög góðir. GoGo á algjörlega eftir að koma mér í gegnum lokaprófin núna í vetur!

Gogo

Kínóa

Loksins loksins er Himnesk Hollusta komið með kínóa! Ég geri mér stundum kínóagraut á morgnana og mun deila með ykkur uppskrift af ljúffengum kínóagraut í haustbúning á næstu vikum! Kínóa er bæði trefja- og próteinríkt en það inniheldur allar 9 amínósýrurnar sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og því er það „fullkomið prótein“. Ég mæli með að prófa að nota kínóa í stað hrísgrjóna en munið að skola það undir köldu vatni til að losna við bitra bragðið sem kemur frá efnasambandinu ‘saponin’.

 

Döðlur með kókos

Döðlur eru góðar, kókos er góður, döðlur með kókos? Algjört nammi! Þegar ég vill fá eitthvað sætt þá er þessi poki algjör bjargvættur. Það er örugglega algjör snilld að búa til orkukúlur úr þessum döðlum sem er eitthvað sem ég ætla klárlega að prófa.

Plöntumjólk

Ég á alltaf til plöntumjólk á heimilinu og ef hún er ekki í fernu þá bý ég hana til sjálf úr möndlum eða kasjúhnetum jafnvel. Ég dýrka kókosmjólk og kaupi slíka mjólk reglulega í fernum út í búð en ég hef ekki enn gert mína eigin kókosmjólk heima. Kókosmjólkin frá Rebel Kitchen er sú sem ég kaupi eiginlega alltaf og kemur í ‘Skimmed’ og ‘Semi Skimmed’.

Takk fyrir að lesa og skemmtið ykkur á Heilsudögum!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram 

Þangað til næst, verið heil og sæl!

Þessi færsla er ekki kostuð. Höfundur keypti vörurnar sjálf.

Höfundur: Asta Eats

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT