Við fórum aftur daginn eftir og að þessu sinni smakkaði ég „avocado toast“ (ristað brauð með avocado)
Ég verð þó að viðurkenna að þetta var ekki besta avocado toast sem að ég hef smakkað en gott samt sem áður! Kærastinn minn fékk sér morgunverðarskál með hrærðum eggjum, avocado, kínóa og grænmeti. Það er boðið upp á alls konar tegundir af skálum og ég mæli hiklaust með þeim!
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni en ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Þessi færsla er ekki kostuð. Hún endurspeglar einungis mitt persónulega álit.
Höfundur: Asta Eats