Search
Close this search box.
Asta Eats: Le Pain Quotidien

Asta Eats: Le Pain Quotidien

SmoothieskaldrykkirLe Pain Quotidien leggur mikla áherslu á fersk og góð hráefni en flest ef ekki öll hráefni þeirra eru lífræn. Það er alltaf hægt að finna eitthvað gómsætt að borða á Le Pain Quotidien og það er líka mikið magn af vegan og grænmetisréttum svo það er eitthvað fyrir alla. Annan daginn okkar í París löbbuðum ég og kærastinn í rúmar 30 mínútur í gegnum borgina í leit að Le Pain Quotidien. Ég fékk mér dýrindis lífræna smoothie skál í morgunmat með drekaávöxti, kókos, ferskum bláberjum, banana, granóla og alls konar fræjum ásamt nýpressuðum grænum safa með spínati, eplum, gúrku, myntu, engiferi og ananas. Þetta var besti drykkur sem að ég hef smakkað! Kærastinn hélt í frönsku hefðina og fékk sér nýbakað croissant, kaffi og ferskan appelsínusafa. Í eftirrétt var svo vegan eplapæ, algjört nammi!

Crossaint

Eplapae_1524349083208

Við fórum aftur daginn eftir og að þessu sinni smakkaði ég „avocado toast“ (ristað brauð með avocado)
Ég verð þó að viðurkenna að þetta var ekki besta avocado toast sem að ég hef smakkað en gott samt sem áður! Kærastinn minn fékk sér morgunverðarskál með hrærðum eggjum, avocado, kínóa og grænmeti. Það er boðið upp á alls konar tegundir af skálum og ég mæli hiklaust með þeim!

BreakfastbowlVið vorum bara í París yfir helgina og því var stoppið stutt en hefði ég verið lengur myndi ég borða morgunmat þarna á hverjum degi liggur við, það er mikið um að velja! Ég vildi líka deila með ykkur tveim réttum sem ég fékk mér þegar að ég fór á Le Pain Quotidien í London en þar kynntist ég fyrst staðnum. Ég fékk mér m.a. þessa fallegu skál af vegan kókosjógúrti með ferskum berjum í morgunmat og svo smakkaði ég chili sin carne með vegan sýrðum rjóma og borðaði það í kvöldmat. 

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni en ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Kokosbowl

Chilisincarne_1524349157695

Þessi færsla er ekki kostuð. Hún endurspeglar einungis mitt persónulega álit. 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT