Grænmetið var það ferskasta sem að ég hef séð! Það var í eins konar „rakahillum“ þannig að það þornar aldrei upp og helst rakt og ferskt!
Þetta þótti mér svaka sniðugt en þetta er hnetu, fræ- og baunabar! Maður setur bara í ílát sjálfur og fær sér eins mikið eða lítið og maður vill.
Það var líka hægt að kaupa sápur og búa til sitt eigið baðsalt
Það var mikið til af hummus og guacamole (lárperumauki). Ég þurfti að sjálfsögðu að smakka guacamole og borðaði með tortillaflögum frá Whole Foods með bestu lyst! Ég keypti mér líka ferskt salsa til að borða með. Vanalega finnst mér tilbúið guacamole ekkert sérstakt en þetta sló alveg í gegn!
Að lokum vill ég deila með ykkur innkaupalista sem hægt er að finna í bókinni „The Whole Foods Diet“ eftir John Mackey, einn af stofnendum Whole Foods ásamt því að vera forstjóri. Ég þýddi listann úr bókinni yfir á íslensku og bætti við nokkrum hlutum hér og þar sem mér fannst vanta.
Whole Foodie Basics Shopping List
- Heilkorn – brún hrísgrjón, kínóa, bygg og hirsi
- Þurrkaðar baunir og linsubaunir – svartar baunir, kjúklingabaunir, nýrnabaunir, pinto baunir, rauðar og grænar linsubaunir
- Baunir í dós (án viðbætts salts) – svartar baunir, kjúklingabaunir, nýrnabaunir, pinto baunir o.fl. Baunir í dós eru sniðugar þegar maður er á hraðferð í eldhúsinu
- Hafrar – tröllahafrar eða fínir hafrar
- Heilkornapasta
- Grænmetissoð
- Frosnir ávextir – ber, mangó, vínber, bananar og aðrir ávextir í uppáhaldi. Hægt er að nota frosna ávexti í smoothie, út á grautinn eða jafnvel borða sem snakk.
- Frosið grænmeti – maís, blanda af grænu grænmeti ásamt öðru græmeti í uppáhaldi. Frosið grænmeti er alveg jafn hollt og ferskt grænmeti.
- Hnetur (án viðbætts salts) – valhnetur, pekanhnetur, möndlur, kasjúhnetur o. fl.
- Hörfræ og chiafræ
- Sojasósa
- Edik – balsamikedik, eplaedik o. fl.
- Ferskir ávextir – ber, bananar, epli, avocado, tómatar (já tómatar eru ávextir!) sítróna og límóna ásamt öðrum ávöxtum í uppáhaldi. Mælt er með að kaupa ferska ávexti fyrir aðeins eina viku þar sem að þeir eyðileggast frekar.
- Þurrkaðir ávextir – döðlur, fíkjur, apríkósur, rúsínur, mangó
- Ferskt grænmeti – laufgrænt grænmeti, ma. spínat, grænkál, romaine ásamt blómkál, brokkólí, kartöflur, sætar kartöflur ásamt öðru grænmeti t.d. snjó- eða snittubaunir, aspas, kúrbítur, papríka, laukur, sveppir, hvítlaukur. Mælt er með að kaupa ferskt grænmeti fyrir aðeins eina viku þar sem að það eyðileggst frekar.
- Ferskt salsa (án olíu)
- Hummus
- Tófú
- Tempeh
- Miso
- Ósætt eplamauk
- Plöntumjólk (ósæt)
- Maís eða heilhveiti tortilla
- Heilkornabrauð
- Maískökur eða hrískökur – mælt er með Mary’s Gone Crackers fyrir þá sem ekki vilja glúten. Ég kaupi kexið í Nettó.
- Hnetusmjör, möndlusmjör (án viðbætts sykurs eða olíu) – ég mæli með að búa til sitt eigið hnetu – og/eða möndlusmjör .
- Jurtir og krydd – ég ætla að setja kanil hérna í fyrsta sæti en það er uppáhalds kryddið mitt! Önnur krydd eru t.d. basil, oregano, timían, lárviðarlauf, laukkrydd, hvítlaukskrydd, engifer, svartur pipar, túrmerik, múskat, papríka, cayenne pipar og chili flögur.
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats